Keilufólk ársins 2010

Facebook
Twitter

Keilusamband Íslands hefur valið eftirfarandi aðila sem Íþróttamann og Íþróttakonu ársins í keilu árið 2010.  Þau munu svo taka við viðurkenningum frá ÍSÍ, þann 5. janúar 2011.

Kvenn keilari ársins: Dagný Edda Þórisdóttir, Keilufélagi Reykjavíkur.  Dagný hefur lagt stund á keilu í 18 ár og leikið bæði með unglingalandsliði og kvennalandsliði Íslands.  Á árinu varð hún Íslandsmeistari einstaklinga og lék einngi fyrir Íslands hönd á Evrópumóti landsmeistara. 

Karl keilari ársins: Róbert Dan Sigurðsson, Keiludeild ÍR.  Róbert  hefur lagt stund á keilu í mörg ár og leikið bæði með unglingalandsliði og karlalandsliði Íslands.  Á árinu varð hann Íslandsmeistari para og Reykjavíkurmeistari einstaklinga, og endað ofarlega á helstu mótum hér á landi. Hann keppti fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramóti karla sem haldið var í Munchen í ágúst.

Nýjustu fréttirnar