við heilsum frá Þýskalanbi með smá frétt, fyrirgefið að ég hafi ekki skrifa’ fyrr en það er vesen með internetið. Það var að klárast tvímenningur og urðu Svíarnir Matthías Arup og Martin Paulson Heimsmeistarar eftir æðislegan urslitaleik, Matthias þurftir að tengja inn í 10 og gerði þa’ með stæl, strákarnir okkar hafa staðið sig vel í í alla staði fyrir utan smá hnökra í spilamennsku hjá sumum. Hafþór hefur átt mjög erfitt mót og verið bæði óheppinn og einnig með léleg skot en það gerist gjarnan þegar illa gengur. Jón Ingi, Maggi og Róbert hafa allir staðið sig vel og eru saman í þrímenning á morgun, Ingi og Kristján hafa átt góða og slæma daga, Kristján átti fínan dag í einstaklingnum en Ingi í dag. Við erum svolítið á afskekktum stað og er ekkert í næsta nágrenni og eru flestir á Holiday Inn sem virðist vera betur staðsett hótel.
Á morgun spilum við 3 leiki í þrímenning kl. 12.30 ( Róbert, Jón Ingi og Maggi)og 16.30 (Hafþór, Ingi og Kristján), vonandi gengur strákunum vel á morgun og þeir verði sáttir.
skrifa aftur á morgun og set þá upp stö’una
hér kemur einn gó’ur brandari sem Hafþór lenti í í dag: Hafþór fór á kaffihús og pantaði kaffi Americano (sem er svart kaffi) en stúlkan sem stóð á mótio Hafþóri sagði svo sakleysislega, „sorry we just have German coffee…….
kveðja
Hörður Ingi