QubicaAMF heimsbikarmótið 2014

Facebook
Twitter

Magnús Magnússon ÍR á QubicaAMF Bowling World Cup 201450. AMF heimsbikarmótinu lauk núna um helgina. Eins og kunnugt er spiluðu þau Guðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússson bæði úr ÍR fyrir Íslands hönd. Magnús endaði í 33. sæti með 207,65 að meðaltali sem er ágætur árangur. Guðný endaði í 54. sæti með 171,15 í meðaltal. Guðný endaði forkeppnina á 238 leik sem lyfti henni upp um nokkur sæti.

Sjá úrslit karla eftir forkeppni (PDF skjal, opnast í nýjum glugga).

Sjá úrslit kvenna eftir forkeppni (PDF skjal, opnast í nýjum glugga).

Í karlaflokki sigraði Chris Barnes frá BNA í nokkuð spennandi leikjum og spilaði hann m.a. 300 leik í undanúrslitum á móti Myhalyo Kalika frá Úkraníu. Er þetta í annað sinn sem 300 leikur er spilaður í úrslitakeppninni í sögu mótsins. Í úrslitunum sigraði hann unglinginn Tobias Börding frá Þýskalandi sem hafði leitt mótið alla vikuna. Chris sigraði fyrri leikinn 269 – 248 og svo þann síðari 231 – 216. Um Tobias hafði Chris þetta að segja:
 
“I’ve come to appreciate how many great international players have won this title and winning was definitely on my bucket list. I had come 2nd in the qualifiers five times, but then this year I actually won my way here.  I am really pleased to win but I do feel for Tobias. He dominated us all week and I’ve been the guy who led by a lot but lost in one game so I do know how he feels. But he has a great future in bowling ahead of him”
 
Guðný Gunanrsdóttir ÍR á QubicaAMF Bowling World Cup 2014Hjá konunum sigraði mótið hún Clara Juliana Guerrero frá Kólimbíu. Clara, sem er 32 ára, spilaði fyrst á heimsbikarmótinu aðeins 17 ára gömul þar sem hún varð í 2. sæti og sagði hún eftir að hafa sigrað Li Jane Sin frá Malasíu í þrem leikjum: “It’s taken me a long time to come back to win it!” Clara náði nú ekki sem besta undirbúningi fyrir mótið því hún kom ekki til Wroclaw fyrr en kl 01:00 á fyrsta deginum og byrjaði að æfa kl 05:30. Hún missti af æfingum og var í smá vandræðum til að byrja með en stöðugt vann hún sig upp. Setti hún 8 leikja met í mótinu sem og þriggja leikja met kvenna í úrslitunum þar sem hún spilaði 239, 243 og 265 eða 747 samtals sem er nýtt heimsmet skv. miðlum þarna úti. Li Jane spilaði 234, 257 og 211 eða 702 sem segir okkur að þessi úrslitaviðureign hefur verið afskaplega spennandi og hátt skor hjá báðum konunum.

Nýjustu fréttirnar