Evrópumót unglinga – Dagur 1

Facebook
Twitter

Þá er allt að fara af stað.  Guðlaugur og Einar mættir á brautirnar og að hefja upphitun.

Og nú hafa Arnar Davíð og Skúli hafið leik.

Hægt er að fylgjast með á síðu mótsins www.eyc2010.fr og er on-line scoring í gangi, tengill beint af heimasíðu mótsins.

Mér var tjáð af umsjónaraðila mótsins að það verður „web streaming“ allt að tvo tíma á dag og örugglega af úrslitunum, nánari upplýsingar um leið og ég fæ þær.  Það er stefna mótshaldara að vera komnir með leikina inná stöðublaðið 10 mínútum eftir að þeim lýkur.

Jan Cepelak frá Tékklandi spilaði 300 í fyrsta leiknum sínum í mótinu.

 

Hér eru leikir fyrri tvímennings – þeir eru í 33. sæti af 35 eftir fyrstu tvo hópana.

Einar 195 – 158 – 162 – 180 – 200 – 118 = 1013

Guðlaugur 156 – 160 – 144 – 164 – 136 – 182 = 942

Patryk Preus frá Póllandi spilaði 300 í fjórða leik.

Hér eru leikir seinni tvímennings – þeir leika á braut 24 í sjötta leik (fyrir þá sem eru að fylgjast með on-line skorinu).

Skúli 162 – 197 – 199 – 214 – 200 – 167 = 1139

Arnar 216 – 157 – 192 – 204 – 138 – 194 = 1101

Opnunarathöfnin var í gær og hér eru myndir úr henni.

  

Hægt er að sjá fleiri myndir úr ferðinni hér.

 

Nýjustu fréttirnar