Fremur fátt var í fyrsta hjónamóti ársins og fengu 2/3 þátttakenda verðlaun. Án forgjafar voru Freyr og Dóra í fyrsta sæti (ekki slæmt eftir 5 ára fjarveru úr mótinu), í öðru sæti Berglind og Sigurbjörn og Unnur og Valgeir í því þriðja. Með forgjöf voru Soffía og Bjarki í fyrsta, Anna og Atli í öðru og Dóra og Tóti í þriðja.
Nú er þrjár umferðir eftir en taldar eru þrjár hæstu seríurnar til að komast í úrslit. Eins og staðan er í dag þarf 3227 til að komast þangað en parið í fjórða sæti í fyrra var með 3232. Þess má geta að þrír eru með yfir 200 í meðaltal, tveir eftir eina seríu en Sigurbjörn eftir þrjár. Staðan í mótinu er hér.