hér má sjá árangur stelpnanna okkar á boðsmóti í Barcelona núna í júní, en í þessu móti voru auk okkar Frakkar og að sjálfsögðu heimaþjóðin Katalónía.
Mótið byrjaði mjög vel og Elín Óskarsdóttir og Sigfríður Sigurðardóttir voru frá upphafi einstaklingskeppninnar í harðri baráttu við sigurvegarann frá Katalóníu, Margaritu Roa Rojas. Úrslitin voru eftirfarandi:
1. Margarita Roa Rojas Katalóníu 205, 221, 226, 214 samtals 866 eða 216,5 að meðaltali 2. Sigfríður Sigurðardóttir Íslandi 215, 224, 199, 204 samtals 842 eða 210,5 að meðaltali 3. Elín Óskarsdóttir Íslandi 232, 180, 174, 244 samtals 830 eða 207,5 að meðaltali 4. Nathalie Di Martino Frakklandi 204, 188, 214, 210 samtals 816 eða 204,0 að meðaltali 5. Celia Chouckroun Frakklandi 222, 193, 182, 212 samtals 809 eða 202,25 að meðaltali 6. Jacqueline Boissieres Frakklandi 190, 197, 188, 228 samtals 803 eða 200,75 að meðaltali
Magna Ýr Hjálmtýsdóttir var í 10. sæti á 756 eða 189,0 að meðaltali, Guðný Gunnarsdóttir í 13. sæti með 725 eða 181, 25 að meðaltali, Sigurlaug Jakobsdóttir í 17. sæti með 655 og 163,75 í meðaltal og Linda Hrönn Magnúsdóttir í 18. sæti með 624 og 156,0 í meðaltal.
Í tvímenningnum náðu Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir sér síðan vel á strik og tryggðu sér bronsið og Sigurlaug Jakobsdótti rog Linda Hrönn Magnúsdóttir voru einnig að spila vel og enduðu í 5. sæti. Úrslitin voru eftirfarandi:
1. Sandra Torrents/Margarita Roa Rojas Katalóníu 384, 371, 438, 409 samtals 1602 eða 200,25 að meðaltali 2. Vanessa Artacho/Francisca Nunez Katalóníu 385, 362, 402, 438 samtals 1587 eða 198,38 að meðaltali 3. Magna Ýr Hjálmtýsdóttir/Guðný Gunnarsdóttir Íslandi 352, 403, 367, 392 samtals 1514 eða 189,25 að meðaltali 4. Jacqueline Boissieres/Cathy Molenac Frakklandi 336, 390, 384, 384 samtals 1494 eða 186,75 að meðaltali 5. Sigurlaug Jakobsdóttir/Linda Hrönn Magnúsdóttir Íslandi 395, 351, 350, 382 samtals 1478 eða 184,75 að meðaltali 6. Celia Chouckroun/Celia Chouckroun Frakklandi 399, 354, 371, 352 samtals 1476 eða 184,5 að meðaltali
Elín Óskarsdóttir og Sigfríður Sigurðardóttir náðu hins vegar ekki að halda áfram þeirri frábæru spilamennsku sem þær höfðu sýnt í einstaklingskeppninni og urðu að láta sér lynda 9. sætið með 1375 eða 171,88 að meðaltali.
Í heildina (All Events) var Margarita Roa Rojas Katalóníu í nokkrum sérflokki og spilaði í heildina 1713 eða 214,13 að meðaltali. Næst henni kom Celia Chouckroun Frakklandi með 1603 eða 200,38 að meðaltali og loks Jacqueline Boissieres Frakklandi með 1591 eða 198,88 að meðaltali. Sigfríður Sigurðardóttir var efst íslensku keppendanna í 7. sæti með 1542 eða 192,75 að meðaltali, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir var í 8. sæti með 1536 eða 192,0 að meðaltali, Elín Óskarsdóttir í 9. sæti með 1505 og 188,13 í meðaltal, Guðný Gunnarsdóttir var í 12. sæti með 1459 og 182,38 í meðaltal, Sigurlaug Jakobsdóttir í 17. sæti með 1383 og 172,88 í meðaltal og Linda Hrönn Magnúsdóttir í 18. sæti með 1374 og 171,75 í meðaltal.
Í liðakeppninni tapaði liðið öllum viðureignunum í jöfnum og spennandi leikjum og mátti því miður sætta sig við þriðja sætið þrátt fyrir hærra meðaltal en Frakkland. Úrslitin í liðakeppninni voru eftirfarandi:
1. Katalónía 2 stig 198,5
2. Frakkland 1 stig 174,75
3. Ísland 0 stig 177,75
(Sigga Klem)