Ragna og Arnar Davíð Íslandsmeistarar

Facebook
Twitter

Íslandsmóti para lauk í dag með sigri Rögnu Matthíasdóttur, KFR og Arnar Davíðs Jónssonar, KFR. 

Þau sigruðu Mögnu Ýr Hjálmtýsdóttur, KFR og Róbert Dan Sigurðsson, ÍR, í úrslitum sem voru mjög spennandi.  Ragna og Arnar voru í fyrsta sæti eftir milliriðilinn og fóru með einn vinning inní úrslit.  Magna og Róbert unnu fyrsta og þriðja leikinn, en Ragna og Arnar annann og fjórða og þar með titlinn.  Sigfríður Sigurðardóttir og Björn G. Sigurðsson bæði úr KFR urðu í þriðja sæti.  Lokastaðan úr milliriðlinum er hér.

Nýjustu fréttirnar