Arnar Davíð Jónsson vinnur PBA Sweden Scorpion Eskilsuna Open!

Facebook
Twitter

Að lokum þá var það Íslands og IS Göta pilturinn Arnar Davíð Jónsson sem dró lengsta stráið í keppninni Eskilstunas PBA Sweden. I spennandi lokakeppni þar sem að úrslit urðu ekki ljós fyrr en í lokarammanum, þá tókst Arnari að sigra norðmanninn Henrik Nordang Larsen með 557 pinnum á móti 554.

– Það munaði litlu um stund að ég færi að hugsa að þetta væri ekki minn dagur í dag, en sem betur fer þá er ég þrjóskur og gefst aldrei upp, segir hinn glaði Arnar Davíð Jónsson.

Laugardag fyrir páska 2025 er dagur sem Arnar Davíð Jónsson, sem annars spilar í úrvalsdeildarliðinu IS Göta í Svíþjóð, gleymir seint. Strax í fyrsta leik gaf íslendingurinn tóninn fyrir komandi keppni þegar að hann vann 766 í leikjunum þremur á móti Antoni Persson. Úrslitakeppnin í Eskilsstuna var ólík keppninni í Jönköping á þann máta að frá byrjun voru spilaðir 3 leikir þar sem að hæsta samanlagða skor komst áfram.

-Mér leið bara virkilega vel i fyrstu tveimur leikjunum á móti Anton og Joachim en svo lentum við á erfiðu brautarpari segir Arnar Davíð.

Eftir leikinn á móti Antoni þá komst Arnar Davíð áfram er hann vann Jóakim Karlsson með 700 pinnum á móti 617 og komst þar með áfrám í undanúrslit. En þá fór róðurinn að þyngjast og það varð erfiðara að ná fellu tengingum. Það var ekki bara raunin hjá Arnari Davíð heldur einnig hjá andstæðingum hans. Í undanúrslitum vann Arnar Davíð nokkuð auðveldlega englendinginn Dan Harding með 632 á móti 567. Í seinni viðureigninni í undanúrslitunum voru það tveir norðmenn sem öttu kappi og var það Nordang Larsen sem að lokum hafði betur og sigraði samlanda sinn með 647 á móti 614.

Þegar að úrslitin byrjuðu þá var það ekki neinn léttur leikur sem að átti sér stað heldur þurftu bæði Henrik og Arnar Davíð að hafa vel fyrir hverjum pinna í fyrstu leikjunum tveimur þar sem að næstum jafnmargar glennur og fellur urðu raunin.

–Ég veit ekki alveg hvað olli því en bæði ég og Henrik áttum í miklum vandræðum í lokaleiknum. Brautirnar spiluðust alls ekki á sama máta og fyrr um daginn.

Eftir 2 leiki þá var það norðmaðurinn Henrik sem að hafði forskotið með 385 á móti 356 hjá Arnari Davíð og lengi framan af leit það út fyrir að Henrik myndi bera sigur úr bítum í síðasta leiknum. En eftir að norðmaðurinn hafði misst tvo staka pinna og þar með opnað tvo ramma þá var það undir Arnari Davíð komið að nýta sér tækifærið, þar þurfti hann 2 fellur og 5 pinna til að tryggja sér sigurinn. Arnari Davíð virtist líða vel að vera undir álagi og rétt náði fyrri fellunni en henti svo í aðra fellu sem að steinlá og tók þar með heim sigurinn.

-Þegar að ég henti í 7-10 glennu í annars fínu kasti í síðasta leiknum þá lá við að ég hugsaði ”Er ekki bara kominn tími til að hætta þessu, þetta er ekki minn dagur”. En ég er sem betur fer r

þjóskur og gefst aldrei upp og í dag bar það árangur. Henrik gaf mér í raun og veru séns með því að opna tvo ramma og maður á það til að gleyma að andstæðingurinn er alveg jafn taugaóstyrkur og undir jafn mikilli pressu og maður sjálfur.

Þökk sé sigrinum í annari umferð af PBA Sweden keppninni, þá er Arnar Davíð Jónsson nú búinn að tryggja sér sæti World Series of Bowling á næsta ári en það er mótaröð sem að hann hefur tekið þátt í á þessu ári og hefur gefið gríðarlega reynslu. Hann hefur einnig tryggt sér pláss í úrslitakeppninni í Storm Lucky Larssen í Svíþjóð í haust sem er eina PBA keppnin sem að fer fram utan Bandaríkjanna.

-Ég er búinn að vinna mjög mikið með andlegu hliðina undanfarið. Núna, þegar að kastið liggur vel fyrir og vöðvaminnið er til staðar, þá tel ég að andlega hliðin sé það mikilvægasta. Ég las bók eftir Amleto Monacelli (PBA Hall of Fame) þar sem að hann lýsir í einum af fyrstu köflunum að ef að maður þarf að fella út í síðasta rammanum þá á maður að reyna að líta á fyrsta kastið sem æfingar kast fyrir næsta kast. Ég hef notast við þetta og í dag nýttist það mér fullkomlega.

Enn og aftur virkaði keppnin mjög vel og Martin Larssen, sem er ábyrgur fyrir keppninni, var mjög ánægður.

„Ég er mjög ánægður. Þetta hefur gengið hnökralaust fyrir sig og endirinn frábær. Það virðist sem að keppendurnir kunni að meta aðeins öðruvísi fyrirkomulag en endurskráningar og keppnir sem að minna á PBA-keppnirnar yfirleitt. Það er svo frekar leitt að fjórir efstu eru ekki svíar en það er líka hægt að líta jákvætt á það. Erlendir keppendur sjá þá að það er líka hægt að koma og bera sigur úr bítum á heimavelli okkar. Með þátttöku í þessari keppni öðlast keppendur afar mikilvæga reynslu án þess að þurfa að ferðast í flugvél yfir Atlandshafið.

Mánudaginn 21.apríl er opnað fyrir skráningu á næsta PBA Sweden keppni sem er PBA Sweden Badger Stockholm, New Bowl Center Open. Það oppnar fyrir skráningu kl.18.00 og það er mikilvægt að hafa hraðar hendur þar sem að plássin fyllast fljótt.

Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open

  1. Arnar Jonsson, IS Göta, Íslandi
  2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi
  3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi

4.Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi

PBA Regionals (Landshluta-) keppnir eiga sér stað á nokkrum stöðum í USA og Japan og í fyrsta skipti eiga PBA Regionals sér stað í Evrópu, nánar tiltekið í Svíþjóð. Skipuleggjendur Storm Lucky Larsen Masters þróa á árinu 2025 samvinnuna við PBA (Professional Bowlers Association). Fyrir utan PBA-keppninga sem að á sér stað 22.-31. Ágúst 2025 í Helsingborg þá munu einni eiga sér stað þrjár keppnir sem að verða hluti af PBA Sweden.

Næstu tvær keppnir í PBA Sweden

  1. Stockholm, New Bowl Center Gullmarsplan, 9.-10. ágúst
  2. Helsingborg, Storm Lucky Larsen Masters, 22.-31. ágúst

Nánari upplýsingar PBA Sweden https://pbasweden.se/

Christian Holmén 19 april 2025 17:30, ÍSLENSK ÞÝÐING Jónína Björg Magnúsdóttir

Nýjustu fréttirnar