Miðvikudaginn 9. apríl fór fram úrslit í utandeild KLÍ
Þar mættust þau lið sem að lentu í tveim efstu sætum í sínum riðil.
Spilað var í vetur í 4 riðlum þar sem að spilað var á miðvikudögum
Þau lið sem að komust inn í undanúrslit voru:
Riðill A:
Geirfuglar – 2 stig (Riðill 1)
Orkuboltarnir – 2 stig (Riðill 2)
KF-Döff – 0 stig (Riðill 3)
Grænu Keilufélagar – 0 stig (Riðill 4)
Riðill B:
Sjóvá – 2 stig (Riðill 4)
Sérmerkt – 2 stig (Riðill 3)
ToppVeitingar – 0 stig (Riðill 2)
10 í Hættu – 0 stig (Riðill 1)
Reglur í undan og úrslitum er:
Spiluð er einföld umferð (1 leikur gegn hverju liði innan riðilsins), það lið sem hefur flest stig úr riðli A að þessum 3 leikjum loknum fer áfram í úrslit þar sem það mætir stigahæsta liðinu úr riðli B.
Ef tvö eða fleiri lið eru með jafnmörg stig sigrar það lið sem er með hærra meðaltal með forgjöf úr úrslitakeppninni. Ef það er jafnt gildir hærra meðaltal með forgjöf úr forkeppninni.
Leikið er 1 leik til úrslita, ef bæði liðin eru jöfn að stigum fá allir 3 leikmenn í hverju liði 1 kast og sigrar það lið sem er með hærra samanlagt skor.
Eftir að þessir 2 riðlar höfðu spilað sína leiki að þá voru 3 lið jöfn í riðil A og 2 lið jöfn í riðil B
Eftir að skor hafi verið lagt saman að þá kom í ljós að ekki voru nema 3 pinnar á milli
Orkuboltanna og KF-Döff,í riðil A
og í Riðil B voru það 32 pinnar sem að skildu lið ToppVeitinga og Sjóvá
Voru það þá Orkuboltarnir og ToppVeitingar sem að mættust í úrslitum, Leikurinn var með spennu alveg fram í 10 ramma, þegar að leik var lokið var staðan 4 – 4 og þurfti bráðabana til að sjá hver yrði sigurvegari. Það var svo lið ToppVeitinga sem að náði að sigra eftir æsispennandi leik.