Evrópumót Unglinga 2025

Facebook
Twitter

Það styttist í páskana, og þá er ekkert annað í boði en að styðja Íslenska unglingalandsliðið í keilu þegar þau fara til Tyrklands á Evrópumót unglinga 2025.
Mótið fer fram í bænum Samsun í norður Tyrklandi og munu þar koma saman bestu unglingar Evrópu. Ísland er að sjálfsögðu með í þessu móti og munum við senda fullt lið af hæfileikaríkum krökkum.

Stúlkulið er eftirfarandi:

● Alexandra Erla Guðjónsdóttir – KFR
● Bára Líf Gunnarsdóttir – ÍR
● Hannah Corella Rosento – ÍR
● Særós Erla Jóhönnudóttir – KFR

Strákaliðið lítur svona út:

● Ásgeir Karl Gústafsson – KFR
● Mikael Aron Vilhelmsson – KFR
● Svavar Steinn Guðjónsson – KFR
● Tristan Máni Nínuson – ÍR

Mótið byrjar með formlegri æfingu og opnunarhátið þann 13. apríl og hefst einstaklingskeppni stráka þann 14. apríl.

Alla dagskrána er hægt að finna hér 

Heimasíða mótsins finnst svo hér

Nýjustu fréttirnar