Það styttist í páskana, og þá er ekkert annað í boði en að styðja Íslenska unglingalandsliðið í keilu þegar þau fara til Tyrklands á Evrópumót unglinga 2025.
Mótið fer fram í bænum Samsun í norður Tyrklandi og munu þar koma saman bestu unglingar Evrópu. Ísland er að sjálfsögðu með í þessu móti og munum við senda fullt lið af hæfileikaríkum krökkum.
Stúlkulið er eftirfarandi:
● Alexandra Erla Guðjónsdóttir – KFR
● Bára Líf Gunnarsdóttir – ÍR
● Hannah Corella Rosento – ÍR
● Særós Erla Jóhönnudóttir – KFR
Strákaliðið lítur svona út:
● Ásgeir Karl Gústafsson – KFR
● Mikael Aron Vilhelmsson – KFR
● Svavar Steinn Guðjónsson – KFR
● Tristan Máni Nínuson – ÍR
Mótið byrjar með formlegri æfingu og opnunarhátið þann 13. apríl og hefst einstaklingskeppni stráka þann 14. apríl.
Alla dagskrána er hægt að finna hér
Heimasíða mótsins finnst svo hér