Keilarar ársins 2024 eru Gunnar Þór Ágeirsson og Hafdís Pála Jónasdóttir

Facebook
Twitter

Gunnar Þór Ásgeirsson

Gunnar Þór hefur leikið einstlega vel á árinu 2024. Hann varð í 2. Sæti á RIG2024, Íslandsmeistari einstaklinga 2024, Íslands og bikarmeistari með liði sínu ÍR-PLS.  Sem Íslandsmeistari tók hann þátt í Evrópubikar landsmeistara fyrir hond Íslands og endaði þar í 17. Sæti.  Gunnar byrjaði nokkuð seint að iðka keilu en hefur náð aðdáunarverðum árangri í greininni. Gunnar Þór hefur verið góð fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

 

 

Hafdís Pála Jónasdóttir

 

Hafdís Pála hefur átt einstaklega gott ár sem keilari. Á árinu varð hún Íslandsmeistari einstaklinga og lék sem slíkur á Evrópumóti landsmeistar sem fram fór í Bratislava í október.  Hún varð einnig Íslandsmeistari í tvímenningi ásamt Hafþóri Harðarsyni.  Hún varð Íslandsmeistari og Bikarmeistari með liði sínu KFR-Valkyrjum.  Um ára bil hefur Hafdís Pála verið góð fyrirmynd ungra og efnilegra keilara.

 

 

Nýjustu fréttirnar