Evrópumót landsmeistara 2024

Facebook
Twitter

Næstkomandi mánudag, þann 21. október hefst keppni á Evrópumóti landsmeistara 2024 sem fer fram í Bratislava í Slóvakíu.
Sigurvegarar síðasta Íslandsmóts einstaklinga fá þátttökurétt og eru það því Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR og Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR sem fara fyrir Íslands hönd til Slóvakíu.

Keppt er í bæði einstaklingskeppni og blönduðum tvímenningi og spilar hver leikmaður samtals 24 leiki. Spilaðir eru samtals 16 leikir í einstaklingskeppninni, í tveimur 8 leikja seríum, auk þess sem spilaðir eru 8 leikir í blönduðum tvímenningi.
Í tvímenningskeppninni eru veitt verðlaun fyrir efstu 3 pörin eftir 8 leiki. Efstu 12 leikmenn eftir þessa 24 leiki komast svo áfram og spila 8 leiki í viðbót. Eftir það er skorið niður í efstu fjóra þar sem spilað er maður á mann og sá sem er fyrstur til að vinna 2 leiki fer áfram í úrslitaleikinn þar sem spilað er með sama fyrirkomulagi til að krýna sigurvegara.

Hægt er að sjá allt um mótið hér:

Beint streymi mun vonandi koma inn síðar

Hafdís og Gunnar eru í fylgd með Katrínu Fjólu Bragadóttur sem er þjálfari í þessu verkefni. Við óskum þeim góðs gengis og áfram Ísland.

Nýjustu fréttirnar