Dagskrá leiktímabilsins 2024-2025

Facebook
Twitter

Dagskrá leiktímabilsins 2024-2025 hefur nú verið birt á vef KLÍ

Ég vil eindregið hvetja alla til að yfirfara dagskrána og senda athugasemdir á [email protected] ef einhverjar eru.  Eins vil ég biðja fyrirliða að skoða leiki sinna liða og gera ráðstafanir strax ef breyta á leikdögum eða vöktum.  Reglur um frestanir leikja eru eftirfarandi:

4. grein

Frestanir
Viðureignum verður ekki frestað nema vegna veikinda, samgönguerfiðleika vegna veðurs, eða sökum þess að leikmaður er fjarverandi á vegum KLÍ. Sækja þarf um frestun að lágmarki 24 klst. áður en upprunaleg viðureign átti að hefjast. Sé fallist á frestun mun mótanefnd tilkynna liðum um nýjan leikdag.

Þrátt fyrir 1. mgr. getur lið óskað eftir frestun með að lágmarki tveggja vikna fyrirvara. Lið skulu koma sér saman um nýjan leikdag og tilkynna mótanefnd um nýjan leikdag eigi síðar en viku áður en upprunaleg viðureign átti að hefjast. Ef lið hafa ekki komið sér saman um nýjan leikdag viku áður en upprunaleg viðureign átti að hefjast skal mótanefnd setja á nýjan leikdag.

Lið sem óskar eftir frestun skv. 2. mgr. er óheimilt að óska eftir frestun á sömu viðureign. Þá má liðið eingöngu nota þá leikmenn sem löglegir voru með liðinu þegar upprunaleg viðureign átti að fara fram.

Óheimilt er að fresta leikjum nema í þeim tilvikum sem 1. og 2. mgr. kveða á um.

Sækja skal um frestanir innan viðeigandi tímamarka með tölvupósti á netfangið [email protected]

Síðasta umferð hverrar deildar skal fara fram á sama tíma. Öllum öðrum leikjum skal lokið fyrir næst síðustu umferð.

Nýjustu fréttirnar