Nú hafa U21 strákarnir hafið leik á World Youth 2024 sem fram fer í Suður Kóreu. Nú er forkeppni í sigles lokið og ljóst að þeir Ísak Birkir Sævarsson (9) og Hinrik Óli Gunnarsson (15) hafa tryggt sér sæti í úrslitum. Alls eru 140 keppendur og því stórkostlegur árangur að eiga 2 í topp 16. Úrslitin verða svo leikin í kvöld 11.07.2024 kl. 24:00 að Íslenskum tíma. Fylgjast má með keppninni hér. Allir íslensku keppendurnir eru að spila flotta keilu Mikael Aron Vilhelmsson (37) og Aron Hafþórsson (87).
Áfram Ísland