Leikfyrirkomulag
Í samstarfi við Stöð 2 sport verður skemmtileg nýjung á næsta tímabili, Úrvalsdeildin í keilu.
Fyrirkomulagið verður þannig að tólf spilurum verður boðið að keppa í Úrvalsdeildinni í keilu sem verður haldin í beinni útsendingu á Stöð 2 sport á sunnudagskvöldum frá 16. febrúar til 9. mars á næsta ári.
Keppt verður í 3 riðlum sem skiptast niður á fyrstu þrjú kvöldin. Fjórða kvöldið verður svo úrslitakvöld. Dregið skal í riðla en að lágmarki einn aðili af hvoru kyni skal vera í hverjum riðli.
Riðlakeppnin spilast þannig að allir leika við alla og er hver viðureign heildarskor úr tveimur leikjum. Skipt verður um brautarsett eftir fyrri leikinn. Gefin eru 2 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli. Efsti maður úr hverjum riðli fer beint í úrslit en annað sætið fer í undanúrslit. Ef jafnt er að stigum ræður heildarskor úr öllum leikjum og þar á eftir innbyrðis viðureignir Ef enn er jafnt skal leikinn bráðabani sem spilast þannig að kasta skal upphafskasti þar til úrslit liggja fyrir, dregið skal á braut upphafsköstin skulu köstuð.
Úrslitakvöldið spilast þannig:
Þeir sem spila til undanúrslita leika einn leik á brautum 21-22 og skal hæsta skor úr þeim leik spila til úrslita sem fjórða sæti. Ef skor leikmanna er jafnt skal leikinn bráðabani sem spilast þannig að kasta skal upphafskasti þar til úrslit liggja fyrir. Bráðabani skal hefjast á braut 21 og skipt skal á milli brauta ef enn er jafnt.
Þeir sem unnu sína riðla skulu samtímis og undanúrslitin eru spiluð leika einn leik á brautum 19-20. Hæsta skor úr þeim leik kemur inn í úrslitin sem fyrsta sæti, næst hæsta skor úr þeim leik kemur inn í úrslitin sem annað sæti og þriðja hæsta skor úr þeim leik kemur inn í úrslitin sem þriðja sæti. Ef skor leikmanna er jafnt spilast bráðabani eftir sama fyrirkomulagi og undanúrslitin nema á brautum 19-20.
Ekki er olíuborið á milli.
Úrslitin skulu spiluð með 4-3-2-1 útsláttarfyrirkomulagi. Fjórða sæti mætir þriðja sæti. Sigurvegari úr þeim leik mætir öðru sæti og sigurvegari úr þeim leik mætir fyrsta sæti. Sigurvegari úr þeim leik telst sigurvegari Úrvalsdeildarinnar í keilu. Efra sætið skal velja á hvorri brautinni það spilar.
Þátttökuréttur
- Íslandsmeistari karla 2024
- Íslandsmeistari kvenna 2024
- Íslandsmeistari karla 2023. Ef sami karl og vann 2024 þá fer sætið til efsta karls á stigalista skv. reglu 7.
- Íslandsmeistari kvenna 2023. Ef sami karl og vann 2023 þá fer sæti til efstu konu á stigalista skv. reglu 7.
- Sigurvegari RIG 2024 ef spilari á Íslandi. Ef ekki spilari á Íslandi eða aðili þegar kominn með þátttökurétt þá fer sæti eftir reglu 7.
- Sigurvegariþessa boðsmóts árið áður – fyrsta mótið eða ef aðili er þegar kominn með þátttökurétt þá fer sæti eftir reglu 7.
- Fjórir stigahæstu leikmennirnir.
- Stigahæsti u21 leikmaðurinn
- Ef ekki eru komnir að lágmarki þrír leikmenn af hvoru kyni skal einu sæti úthlutað til þess kyns sem hallar á til efsta sætis af því kyni á stigalista skv. reglu 7. Ef komnir eru þrír leikmenn af hvoru kyni skal sætinu úthlutað til efsta leikmanns skv. reglu 7.
Stigalistinn er þannig að veitt eru stig fyrir 16 efstu sætin í forkeppnum RIG, Íslandsmóti einstaklinga án forgjafar, Íslandsmóti para og Íslandsmótinu í tvímenning. Veitt eru 16 stig fyrir fyrsta sætið, 15 stig fyrir annað sætið og svo koll af kolli. Forkeppni í Íslandsmóti para og tvímenningi telja 0,75% miðað við forkeppni í RIG og Íslandsmóti einstaklinga. Bæta skal við 48 pinnum við skor kvenmanna í forkeppni Íslandsmóti para við röðun í sæti.