Liðakeppni er nú lokið á Evrópumóti kvenna í Frakklandi.
Hófst keppnin á fimmtudagsmorgun þegar fyrstu þrír leikirnir voru leiknir.
Liðið átti ekki sinn besta dag á brautunum en Ágústa og Linda áttu góðan síðasta leik. Katrín var frekar stöðug á meðan Hafdís og Nanna áttu mjög erfiðan dag. Margrét var ein á brautum þar sem leikið er í 5-kvenna liði og þá spilar ein kona stök til að ná uppí masterskeppnina. Margrét átti fínasta dag á brautunum sem skilaði henni inn í liðið fyrir seinni daginn á kostnað Nönnu.
Nú í morgun, föstudag fór fram seinni hluti liðakeppninnar og byrjaði hún ekki vel.
Liðið var lengi í gang en áttu góða leiki í sjötta og síðasta leiknum. Katrín var aftur frekar stöðug á meðan Margréti gekk brösulega. Ágústa, Linda og Hafdís náðu að laga stöðuna eftir erfiða byrjun. Nanna átti hörkudag þegar hún var ein síns liðs. Liðið var í 14. og síðasta sætinu.
5 manna liða |
Leikur 1 |
Leikur 2 |
Leikur 3 |
Leikur 4 |
Leikur 5 |
Leikur 6 |
Samtals |
Meðaltal |
|
Ágústa |
141 |
162 |
258 |
146 |
169 |
204 |
1080 |
180,00 |
|
Hafdís |
155 |
130 |
157 |
147 |
190 |
201 |
980 |
163,33 |
|
Katrín |
180 |
192 |
164 |
167 |
173 |
162 |
1038 |
173,00 |
|
Linda |
198 |
173 |
220 |
152 |
142 |
189 |
1074 |
179,00 |
|
Nanna |
137 |
152 |
125 |
0 |
0 |
0 |
414 |
138,00 |
|
Margrét |
0 |
0 |
0 |
126 |
127 |
159 |
412 |
137,33 |
|
811 |
809 |
924 |
738 |
801 |
915 |
4998 |
166,60 |
||
Blandað lið |
Leikur 1 |
Leikur 2 |
Leikur 3 |
Leikur 4 |
Leikur 5 |
Leikur 6 |
Samtals |
meðaltal |
|
Margrét |
175 |
223 |
157 |
0 |
0 |
0 |
555 |
185,00 |
|
Nanna |
0 |
0 |
0 |
179 |
183 |
202 |
564 |
188 |
Staðan í All-Event var þannig að hæsta konan í ár er Linda Hrönn en hún var í 83.sæti með 177.38 í meðaltal í 24 leikjum. Heildarstaða í All-Event er hér:
Leikmaður |
Einstaklingur |
Tvímenningur |
Þrímenningur |
Liðakeppni |
Samtals |
Meðaltal |
Sæti |
Ágústa Kristín Jónsdóttir |
986 |
1124 |
1021 |
1080 |
4211 |
175,46 |
85.sæti |
Hafdís Pála Jónasdóttir |
1130 |
1033 |
974 |
980 |
4117 |
171,54 |
87.sæti |
Katrín Fjóla Bragadóttir |
955 |
994 |
1054 |
1038 |
4041 |
168,38 |
96.sæti |
Linda Hrönn Magnúsdóttir |
1040 |
1072 |
1071 |
1074 |
4257 |
177,38 |
83.sæti |
Margrét Björg Jónsdóttir |
879 |
1006 |
1048 |
967 |
3900 |
162,50 |
102.sæti |
Nanna Hólm Davíðsdóttir |
1092 |
984 |
999 |
978 |
4053 |
168,88 |
94.sæti |
Keppni er þá lokið hjá íslensku konunum okkar en segja má að þetta hafi reynst þeim erfitt mót.
Aðstæður voru krefjandi og erfiðar en það verður vonandi hægt að horfa til baka og læra af því til að undirbúa næsta Evrópumót sem haldið verður í Odense í Danmörku árið 2026.
Kvennaliðinu tókst ekki að tryggja sig inná HM í Hong Kong sem verður í nóvember 2025.