Einstaklingskeppni lokið – EWC 2024

Facebook
Twitter

Einstaklingskeppni á Evrópumóti kvenna í Frakklandi er lokið.
Þetta byrjaði allt á föstudagsmorgun þegar Ágústa Kristín og Linda Hrönn stigu á brautirnar.
Ágústa er í sínu fyrsta landsliðsverkefni með kvennalandsliðinu en Linda er reynslumikil með landsliðinu. Þær áttu báðar nokkuð góða leiki en náðu ekki að koma sér á gott strik.

Margrét Björg og Nanna Hólm spiluðu svo í hádeginu á föstudaginn og voru nokkuð sveiflukenndar.
Þetta var erfiður dagur fyrir Margréti þar sem hún náði ekki að sýna sitt besta. Nanna spilaði þokkalega vel en síðasti leikurinn hennar var svolítið slakari en hinir.

Hafdís Pála og Katrín Fjóla byrjuðu svo í morgun, laugardag. Hafdís, nýkrýndur Íslandsmeistari einstaklinga sýndi af hverju hún varð Íslandsmeistari og var hæst íslenskra kvenna í einstaklingskeppninni.
Katrín náði sér hinsvegar aldrei á strik en hún á enn mikið inni.

Engin af stelpunum komst áfram í úrslit í einstaklingskeppninni en skorið leit svona út:

Einstaklingur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

Sæti

Ágústa

148

182

155

136

192

173

986

164.3

94.sæti

Hafdís

189

161

177

207

194

202

1130

188.3

53.sæti

Katrín

170

149

146

155

146

189

955

159.2

100.sæti

Linda

193

149

247

150

150

151

1040

173.3

85.sæti

Margrét

156

137

160

171

120

135

879

146.5

104.sæti

Nanna

182

214

174

189

177

156

1092

182.0

66.sæti

 

Mark Heathorn og Magnús Sigurjón fylgdust vel með í einstaklingskeppni og hafa tekið ákvörðun um hverjar verða saman í tvímenningskeppninni, sem hefst á morgun, sunnudag.
Dagskrá tvímennings lítur svona út:

Sunnudagur, 9. júní:

Kl.8:00 Margrét og Katrín

Kl.12:45 Linda og Ágústa

Mánudagur, 10. júní

Kl.8:00 Hafdís og Nanna

Kl.12:45, undanúrslit og úrslit

Allar tímasetningar eru á íslenskum tíma.

Allt það helsta um mótið er hér

Nýjustu fréttirnar