Evrópumót kvenna 2024

Facebook
Twitter

Þann 6. júní næstkomandi byrjar Evrópumót kvenna sem verður haldið í Wittelsheim í Frakklandi.
Mótið stendur til 15. júní en keppt er í einstaklings-, tvímennings-, þrímennings-, og 5 kvenna liðakeppni. Svo er öll úrslit lögð saman og efstu 24 konurnar fara áfram í masterskeppnina.
Þjálfarar að þessu sinni er Mark Heathorn yfirþjálfari og Magnús Sigurjón Guðmundsson verður honum til aðstoðar.
Þeir hafa valið sex konur sem munu keppa fyrir Íslands hönd á þessu móti.
Þær konur eru eftirfarandi:

 

  • Ágústa Kristín Jónsdóttir úr ÍA/BK Falcon Ladies
  • Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR
  • Katrín Fjóla Bragadóttir úr KFR
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR
  • Margrét Björg Jónsdóttir úr KFR
  • Nanna Hólm Davíðsdóttir úr ÍR

Allt það helsta um mótið er hér

Við óskum konunum góðs gengis á komandi móti!

ÁFRAM ÍSLAND!

Nýjustu fréttirnar