Lokun á kúlugeymslu við brunaútgang

Facebook
Twitter
Sæl
 
Vegna krafna við úttekt frá Brunaeftirlitinu er nauðsynlegt að tæma kúlugeymsluna hið fyrsta.
 
Allt dót þarf að vera farið úr kúlugeymslunni fyrir laugardaginn 18. maí nk. en þá mun kúlugeymslan verða tæmd. Ef eigendur gefa sig ekki fram fyrir þann tíma er hætt við því að kúlunum þeirra og töskum verði fargað.
 
Ef einhver sér ekki fram á að geta sótt dótið sitt fyrir þann tíma er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Keilusambandið og reynt verður að finna lausn á málinu.
 
Þegar kúlugeymslan hefur verið tæmd og fullnægjandi úttekt frá Brunaeftirlitinu liggur fyrir verður börnum, unglingum og aðilum í Öspinni boðið að nýta kúlugeymsluna á næsta tímabili.
 
Vakin er athygli á að hægt er að leigja skápa hjá Egilshöllinni með því að hafa samband við [email protected]

Nýjustu fréttirnar