Keiluráð Reykjavíkur óskaði eftir því við stjórn Keilusambands Íslands að leikjum 1. umferðar sem fram eiga að fara í Egilshöll í næstu viku (18. september nk.) yrði frestað um tvær vikur vegna fjárhagsvanda sem blasir við keiluíþróttinni á höfuðborgarsvæðinu.
Fjármagn frá Reykjavíkurborg fyrir árið 2023 er uppurið og hefur Keiluráð Reykjavíkur unnið hörðum höndum að því að tryggja aukið fjármagn til að hægt sé að halda úti æfingum og keppni til áramóta eða þar til nýtt fjárhagsár hefst hjá borginni.
Búið er að tryggja æfingar barna, ungmenna og fatlaðra til áramóta en deildin er enn í óvissu. Frestunarbeiðnin grundvallast á því að félögin í Reykjavík þurfa svigrúm til að ræða við sína félagsmenn og eftir atvikum aðalstjórnir ásamt þvi að funda með ÍBR, ÍTR og forsvarsmönnum Keiluhallarinnar til að finna endanlega lausn á málinu.
Stjórn ákvað á fundi sínum þann 13. september að veita frestun um eina viku í stað tveggja til að reyna að halda eins óbreyttri dagskrá og hægt er.
Miklar vonir eru bundar við að málið leysist á þeim tíma og hægt verði að hefja deildina að fullu þann
25. september nk.
Leikir sem eiga að fara fram í keilusalnum á Akranesi geta farið fram samkvæmt áætlun, þessi frestun á einungis við um þá leiki sem spila á í Keiluhöllinni Egilshöll.
Þeir leikir sem að fara fram upp á Akranesi og eru báðir spilaðir í löngum burði eru:
Sunnudagurinn 17. september
KL: 11:00
3-4: ÍA-Meyjur – ÍR-VÁ (2. deild kvenna, 1. umferð)
KL: 13:30
3-4: ÍA-C – ÍR – Blikk (2. deild karla, 1. umferð)