Þrímenningskeppni lauk í dag, 14. júní með leikjum 4-6 í báðum riðlum. Guðlaugur, Magnús og Hafþór byrjuðu í morgun og voru brautirnar erfiðar fyrir þá. Samanlagt voru þeir með 3633 pinna í heildina úr sex leikjum, sem gerir 201.8 í meðaltal. Það skilaði þeim 43. sæti.
Þrímenningur 2 |
Leikur 1 |
Leikur 2 |
Leikur 3 |
Leikur 4 |
Leikur 5 |
Leikur 6 |
Samtals |
Meðaltal |
||
Gulli |
186 |
227 |
195 |
196 |
197 |
213 |
1214 |
202.33 |
||
Magnús |
187 |
191 |
211 |
154 |
224 |
218 |
1185 |
197.50 |
||
Haffi |
258 |
155 |
225 |
168 |
214 |
214 |
1234 |
205.67 |
||
631 |
573 |
631 |
518 |
635 |
645 |
3633 |
201.83 |
43.sæti |
||
Spennan var meiri í hinum riðlunum en eftir fyrri daginn voru Arnar, Jón Ingi og Skúli í 3. sæti og var því möguleiki á að spila til úrslita ef allt gengi þeim í hag. Þeir spiluðu virkilega vel í öðrum leik dagsins en sá leikur var uppá 788 pinna, sem er 262.6 í meðaltal á mann. Útlitið var því gott fyrir síðasta leik en þeir voru komnir upp í 2. sæti. Þeir náðu ekki sama gír og í leiknum á undan og féllu langt niður í pinnafalli. Þeir enduðu í 5. sæti eftir svakalega spennu. Þetta er besti árangur þrímennings hjá íslensku liði frá upphafi
Þrímenningur 1 |
Leikur 1 |
Leikur 2 |
Leikur 3 |
Leikur 4 |
Leikur 5 |
Leikur 6 |
Samtals |
Meðaltal |
||
Skúli |
219 |
223 |
227 |
210 |
259 |
191 |
1329 |
221.50 |
||
Jón Ingi |
236 |
233 |
257 |
192 |
242 |
202 |
1362 |
227.00 |
||
Arnar |
256 |
238 |
234 |
253 |
287 |
195 |
1463 |
243.83 |
||
711 |
694 |
718 |
655 |
788 |
588 |
4154 |
230.78 |
5.sæti |
||
Finnar, Þjóðverjar og 2 lið Svía spiluðu í undanúrslitum og voru það sænsku liðin sem komu sér í úrslit. Svíþjóð náði að gulltryggja gull og silfur medalíur en Pontus Andersson, Jesper Svensson og James Blomgren báru sigur úr bítum í úrslitum gegn Mattias Wetterberg, Markus Jansson og Martin Larsen.
Næst á dagskrá er liðakeppni. Hún er eins og þrímenningur, sex leikjum skipt á tvo daga. Aðeins eru 5 menn í hverju liði en sá eini sem ekki er með í liðakeppni spilar sína leiki með öðrum leikmönnum sem ekki voru valdir í liðakeppnina frá öðrum þjóðum.
Liðið lítur svona út:
- Hafþór Harðarson
- Guðlaugur Valgeirsson
- Skúli Freyr Sigurðsson
- Jón Ingi Ragnarsson
- Arnar Davíð Jónsson
Í blönduðu liði er:
- Magnús Sigurjón Guðmundsson
Upphitun hefst klukkan 8:00 að íslenskum tíma á morgun, 15. júní.
Vefsíða mótsins er hér
Streymi er hér:
Stöður og úrslit eru hér:
Hörður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Sigurðsson hafa verið að taka saman dagana hjá keppendum og setja á Youtube.
Hægt er að nálgast myndböndin hér að neðan:
Upphitun og æfingar
Dagur 1 (Æfingar og opnunnarhátíð)
Dagur 2 (Keppnisdagur 1)
Dagur 3 (keppnisdagur 2)
Dagur 4 (keppnisdagur 3)
Dagur 5 (keppnisdagur 4)
Viðtal við Robert Andersson