Í morgun, laugardaginn 10. Júní var spilað í síðasta riðli einstaklingskeppninar og svo keppt til úrslita eftir hádegi. Arnar Davíð og Skúli Freyr voru á brautunum í Frakklandi í morgun og voru í mjög góðum gír. Þeir voru báðir með meðaltal í kringum 230 og voru mjög nálægt því að spila til úrslita í dag. Arnar spilaði 1370 samanlagt úr sex leikjum en Skúli spilaði 1380 og var hann aðeins 38 pinnum frá niðurskurði. Leikirnir litu svona út:
Arnar |
269 |
229 |
195 |
185 |
277 |
215 |
1370 |
Skúli |
235 |
279 |
215 |
213 |
255 |
183 |
1380 |
Í úrslitum mættust Jord Van Weeren frá Hollandi og Svíinn James Blomgren. Hollendingurinn er Evrópumeistari karla í einstaklingskeppni eftir að hafa spilað 267 leik á móti 259 frá Blomgren. Daninn Tim Stampe og Evangelos Krizinis frá Grikklandi fengu bronsverðlaun eftir tap í undanúrslitum gegn Van Weeren og Blomgren.
Einstaklingskeppni er þá lokið hjá strákunum okkar. Skúli átti bestu seríuna og var í 16. sæti en Arnar var aðeins 10 pinnum frá honum í 18. sætinu. Svona leit einstaklingskeppnin út hjá strákunum:
Einstaklingskeppni |
Leikur 1 |
Leikur 2 |
Leikur 3 |
Leikur 4 |
Leikur 5 |
Leikur 6 |
Samtals |
Meðaltal |
Sæti |
Arnar |
269 |
229 |
195 |
185 |
277 |
215 |
1370 |
228.3 |
18.sæti |
Gulli |
200 |
225 |
215 |
227 |
193 |
244 |
1304 |
217.3 |
49.sæti |
Haffi |
223 |
199 |
248 |
180 |
204 |
212 |
1266 |
211.0 |
71.sæti |
Jón Ingi |
199 |
227 |
238 |
239 |
235 |
193 |
1331 |
221.8 |
39.sæti |
Magnús |
157 |
233 |
262 |
193 |
189 |
207 |
1241 |
206.8 |
88.sæti |
Skúli |
235 |
279 |
215 |
213 |
255 |
183 |
1380 |
230.0 |
16.sæti |
Næst er það tvímenningur sem fer fram á sunnudag og mánudag.
Sunnudag kl. 8 að íslenskum tíma, Magnús Sigurjón og Guðlaugur
Sunnudag kl. 12:45 að íslenskum tíma, Jón Ingi og Hafþór
Mánudag kl. 8:00 að íslenskum tíma, Arnar Davíð og Skúli Freyr
Vefsíða mótsins er hér
Streymi er hér:
Stöður og úrslit eru hér:
Hörður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Sigurðsson hafa verið að taka saman dagana hjá keppendum og setja í video.
Hægt er að nálgast videoin hér að neðan:
Upphitun og æfingar
Dagur 1 (Æfingar og opnunnarhátíð)
Dagur 2 (Keppnisdagur 1)