Í dag, föstudaginn 9. júní hófst Evrópumót karla 2023 með tveimur riðlum í einstaklingskeppni.
Magnús Sigurjón og Guðlaugur hófu keppni fyrstir Íslendinga klukkan 8 í morgun og spiluðu sex leiki, Guðlaugur átti 1304 samanlagt á meðan Magnús átti 1241.
Eftir hádegi spiluðu Hafþór og Jón Ingi sína sex leiki.
Hafþór endaði með 1266 samanlagt en Jón Ingi náði saman góðum leikjum og endaði í 1331 samanlagt. Það er þó einn riðill eftir en hann spilast á morgun, laugardag og hefst hann klukkan 8 á íslenskum tíma og eru þeir Arnar Davíð og Skúli Freyr að spila þá.
Sendum góða strauma á þá.
Leikirnir hjá strákunum í dag litu svona út:
Guðlaugur |
200 |
225 |
215 |
227 |
193 |
244 |
1304 |
Hafþór |
223 |
199 |
248 |
180 |
204 |
212 |
1266 |
Jón Ingi |
199 |
227 |
238 |
239 |
235 |
193 |
1331 |
Magnús Sigurjón |
157 |
233 |
262 |
193 |
189 |
207 |
1241 |
Vefsíða mótsins er hér:
Stöður og úrslit er hægt að finna hér:
Beint streymi er hér:
Hægt er að finna salinn á Lanetalk: CRISTAL BOWLING