Fyrstu Íslandsleikar Special Olympics í keilu hófust í gær í Keiluhöllinni í Egilshöll.
Keppni fer fram 23 og 24.maí báða dagana frá klukkan 16.50 til 18.50, þar sem alls verða spilaðir fjórir leikir.
Verðlaunaafhending fer fram strax að keppni lokinni eftir seinni keppnisdag.
Í tilkynningu frá Íþróttasambandi fatlaðra segir að Laufey Sigurðardóttir, þjálfari keiludeildar Aspar, hafi haft veg og vanda af undirbúningi og skipulagi á leikunum í samstarfi við Special Olympics á Íslandi.
Keppendur eru alls 36 á Íslandsleikum Special Olympics í keilu, þar af 33 úr Ösp, tveir úr ÍR og ein úr ÍA.
Fjögur þeirra, Kristinn A. Sörensen, Adam Geir Baldursson, Rut Ottósdóttir og Edda Sighvatsdóttir, eru á leið á heimsleika Special Olympics í sumar, sem fara fram í Berlín frá 17. til 25. júní.
Þrjú þeirra koma frá keiludeild Aspar og einn frá keiludeild ÍR.
Kynningarmyndband af fjórmenningunum má sjá hér: