Fyrstu Special Olympics Íslandsleikarnir í keilu

Facebook
Twitter

Fyrstu Íslands­leik­ar Special Olympics í keilu hóf­ust í gær í Keilu­höll­inni í Eg­ils­höll.

Keppni fer fram 23 og 24.maí  báða dag­ana frá klukk­an 16.50 til 18.50, þar sem alls verða spilaðir fjór­ir leik­ir.

Verðlauna­af­hend­ing fer fram strax að keppni lok­inni eft­ir seinni keppn­is­dag.

Í til­kynn­ingu frá Íþrótta­sam­bandi fatlaðra seg­ir að Lauf­ey Sig­urðardótt­ir, þjálf­ari keilu­deild­ar Asp­ar, hafi haft veg og vanda af und­ir­bún­ingi og skipu­lagi á leik­un­um í sam­starfi við Special Olympics á Íslandi.

Kepp­end­ur eru alls 36 á Íslands­leik­um Special Olympics í keilu, þar af 33 úr Ösp, tveir úr ÍR og ein úr ÍA.

Fjög­ur þeirra, Krist­inn A. Sör­en­sen, Adam Geir Bald­urs­son, Rut Ottós­dótt­ir og Edda Sig­hvats­dótt­ir, eru á leið á heims­leika Special Olympics í sum­ar, sem fara fram í Berlín frá 17. til 25. júní.

Þrjú þeirra koma frá keilu­deild Asp­ar og einn frá keilu­deild ÍR. 

Kynn­ing­ar­mynd­band af fjór­menn­ing­un­um má sjá hér:  

 

Nýjustu fréttirnar