Boðað hefur verið til ársþings KLÍ 2023

Facebook
Twitter

Stjórn KLÍ hefur ákveðið að boða til ársþings sambandsins laugardaginn 20. maí n.k. kl. 13:00. Er þetta í 30. sinn sem þing sambandsins er haldið. Mun það fara fram í húsnæði ÍSÍ að Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Þingboð hefur verið sent út á aðildarfélög og íþróttabandalög sem hafa seturétt á þingi.

Seturétt á þingi hafa eftirtaldir aðilar skv. 5. grein laga KLÍ:

  • Fulltrúar félaga sem mynda KLÍ – Fer eftir tölu keppenda í ársmeðaltali
  • Einn fulltrúi stjórnar héraðssambands/íþróttabandalags

Fyrir liggur að kjósa þarf skv. lögum tvo aðalmenn til tveggja ára og skv. lögum 3 varamenn til eins árs.

Skjöl þings verða að þessu sinni höfð rafræn hér á vefnum og verða birt eftir 8. maí þegar fyrir liggur hvaða mál verða lögð fram.

Samkvæmt þingboði mun fulltrúar með seturétt á þingi skiptast með eftirfarandi hætti:

Þingfulltrúar 30. þing KLÍ

Þingaðilar

Fjöldi iðkenda

Héraðs-sambönd

Þing-fulltrúar

ÍR

127

 

10

KFA

35

 

5

KFR

59

 

7

KR

8

 

3

ÞÓR

10

 

3

Ösp

20

 

3

IBR

 

1

1

IA

 

1

1

IBA

 

1

1

Samtals

259

3

34

Nýjustu fréttirnar