Í gærkvöldi fóru fram úrslitaleikirnir í bikarkeppni liða 2023. Leikið var í Keiluhöllinni Egilshöll og áttust við í kvennaflokki lið ÍR-TT og KFR-Valkyrjur og lauk viðureigninni með sigri KFR-Valkyrja 3-1 og þær því bikarmeistarar liða 2023. Í karlaflokki léku til úrslita KFR-Lærlingar og KFR-Stormsveitin og lauk þeirri viðureign með sigri KFR-Stormsveitarinnar 3-1. KFR-Stormsveitin eru því bikarmeistarar liða 2023.
