Evrópumót Unglinga lokið – Master kláraðist í dag

Facebook
Twitter

Í dag, sunnudag, var Masterskeppnin spiluð á Evrópumóti unglinga 2023 í Vínarborg í Austurríki. Ísland átti 2 keppendur í Master, þau Hafdísi Evu Laufdal Pétursdóttur og Mikael Aron Vilhelmsson, bæði úr KFR.

Mikael mætti Finnanum Roni Leskinen sem var í 10. sæti í All-Event og þurfti Mikki að eiga sína bestu leiki til að ná að sigra hann. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að vinna þarf tvo leiki til að sigra andstæðinginn og mest eru spilaðir 3 leikir. Mikki byrjaði vel og vinnur fyrsta leik en svo fór að dala aðeins hjá honum og hann tapar næstu tveimur. Hann á mikið inni þessi ungi og efnilegi drengur og verður þetta ekki í síðasta skipti sem hann kemur sér inn í úrslitaskref á móti erlendis.

Master

1.leikur

2.leikur

3.leikur

Stig

Mikki

245

164

168

1

Roni

186

202

213

2

 

Hafdís Eva mætti Emilie Marie Aas frá Noregi í sínu fyrsta skrefi í Masters. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk stelpa kemst í Master á Evrópumóti unglinga og var Hafdís nú þegar búinn ná virkilega góðum árangri. Norska stelpan byrjaði sterk og vinnur fyrsta leik en Hafdís náði sér upp aftur og vinnur leik 2. Sú norska var hinsvegar of stór biti fyrir hana Hafdísi okkar og vinnur leik 3. Hafdís átti mjög gott mót en þetta var hennar síðasta Evrópumót unglinga en hún á stóra framtíð fyrir sér í keilunni hér heima sem og erlendis.

Master

1.leikur

2.leikur

3.leikur

Stig

Hafdís

157

187

163

1

Emilie

239

156

184

2

 

Þetta mót hefur verið góð reynsla fyrir unglingana okkar og á bara eftir að bæta þá á komandi árum.
Nýtt lið er í uppbyggingu og er framtíðin björt fyrir íslenska keilu. Unglingastarfið hefur verið feikilega gott undanfarið og vonandi verður byggður nýr keilusalur á Íslandi í nánustu framtíð.

 

Úrslit úr EYC:

Tvímenningur stelpna:
Maja Engberg og Elin Bergqvist frá Svíþjóð eru sigurvegarar í tvímenning stelpna eftir hörkuspennandi úrslit milli þeirra og hina Svíana, Elissa Mehmet og Kajsa Samuelsson.

Tvímenningur stráka:
Kevin Melin og Emil Svensson frá Svíþjóð eru sigurvegarar í tvímenning stráka eftir spennandi leik milli þeirra og hinna Svíana, Robin Noberg og Carl Eklun.

Liðakeppni stelpna:
Lið Svía sigraði liðakeppni stelpna eftir góðan leik við lið Frakka.

Liðakeppni stráka:
Lið Finna sigraði lið Svía í úrslitum í liðakeppni stráka.

Einstaklingskeppni stelpna:
Julie Perrier frá Frakklandi sigraði Elissu Mehmet frá Svíþjóð í úrslitum í einstaklingskeppni stelpna.

Einstaklingskeppni stráka:
Nicolas Carter frá Danmörku sigraði Mathias Danielsen Otting frá Noregi í úrslitum í einstaklingskeppni stráka.

Master stelpna:
Karen Kærgaard Nielsen frá Danmörku er Evrópumeistari stelpna eftir hörkubaráttu við Emilie Marie Aas frá Noregi í úrslitum í masterskeppninni.

Master stráka:
Nicolas Carter frá Danmörku er Evrópumeistari stráka eftir mjög góða leiki við Kevin Melin frá Svíþjóð í úrslitum masterskeppni stráka.

Nýjustu fréttirnar