Í morgun, laugardag, byrjuðu stelpurnar að spila einstaklingskeppni á Evrópumóti unglinga í Vín í Austurríki. Hafdís og Alexandra byrjuðu kl. 9 að staðartíma og var Hafdís inni í master áður en keppni hófst. Þær stelpurnar spiluðu þokkalega og voru báðar með meðaltal í kringum 170, Hafdís spilaði 1079 og Alexandra spilaði 1029. Olivia og Viktoría voru svo að spila kl 13:15 að staðartíma en þær báðar frekar langt frá því að komast inn í masterinn en vildu samt klára mótið með góðum nótum, sem þeir svo gerðu. Olivia spilaði 1055 á meðan Viktoría spilaði 1011.
Skor úr einstakling stelpna:
Einstaklingur |
Leikur 1 |
Leikur 2 |
Leikur 3 |
Leikur 4 |
Leikur 5 |
Leikur 6 |
Samtals |
Meðaltal |
|
Alexandra |
181 |
172 |
161 |
180 |
157 |
178 |
1029 |
171,50 |
43.sæti |
Hafdís |
185 |
172 |
217 |
191 |
152 |
162 |
1079 |
179,83 |
26.sæti |
Olivia |
179 |
176 |
150 |
211 |
155 |
184 |
1055 |
175,83 |
33.sæti |
Viktoría |
170 |
175 |
174 |
171 |
151 |
170 |
1011 |
168,50 |
48.sæti |
Það kom svo í ljós eftir seinni riðil dagsins að Hafdís Eva hafi komist inn í master á aðeins 16 pinnum í 24. sætinu.
Þetta er afrek þar sem þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stelpa nær að koma sér í masterinn á Evrópumóti unglinga.
Skor úr All-Event:
Stelpur |
Einstaklingur |
Tvímenningur |
Liðakeppni |
Samtals |
Meðaltal |
Sæti |
Alexandra Kristjánsdóttir |
1029 |
994 |
1083 |
3106 |
172,56 |
41.sæti |
Hafdís Eva Pétursdóttir |
1079 |
1061 |
1171 |
3311 |
183,94 |
24.sæti |
Olivia Clara Linden |
1055 |
1022 |
936 |
3013 |
167,39 |
50.sæti |
Viktoría Þórisdóttir |
1011 |
919 |
922 |
2852 |
158,44 |
59.sæti |
Þá er það bara Masterskeppnin sem er eftir og eru 2 Íslendingar að keppa þar. Það byrjar allt kl. 9:00 að staðartíma á morgun, sunnudag, eða 7:00 á íslenskum tíma.
Mikael Aron mætir Finnanum Roni Leskinen á brautum 29-30.
Hafdís Eva mætir Emilie Marie Aas frá Noregi á brautum 1-2.
Endilega fylgist með okkar fólki sem eru að skrifa íslenska keilusögu á morgun!
ÁFRAM ÍSLAND!