Í morgun, föstudag, hófst einstaklingskeppnin hjá strákunum og byrjuðu Tristan og Matthías kl. 9:00 að staðartíma. Þeir áttu lítinn möguleika á því að koma sér inn í masterinn en þeir kláruðu samt mótið á góðum nótum með flottri spilamennsku í gegnum alla 6 leikina. Tristan spilaði 1121 á meðan Matthías spilaði 1229. Ásgeir og Mikael spiluðu svo í seinni riðlinum kl. 13:15 að staðartíma og voru þeir báðir inni í master áður en leikar hófust og ef þeir spiluðu svipaða leiki og áður gætu báðir farið áfram. Það byrjaði ekki vel fyrir drengina en þeir náðu að rífa sig í gang og kláruðu vel. Því miður þá datt Ásgeir niður um nokkur sæti og náði ekki að komast inn í masterinn. Mikael hins vegar átti mjög góða leiki í síðustu þremur og náði að koma sér í masterinn fyrir sunnudaginn. Ásgeir átti seríu upp á 1108 og Mikki spilaði 1278. Enginn af strákunum náði að koma sér í úrslit í einstaklingskeppninni.
Skor úr einstakling stráka:
Einstaklingur |
Leikur 1 |
Leikur 2 |
Leikur 3 |
Leikur 4 |
Leikur 5 |
Leikur 6 |
Samtals |
Meðaltal |
|
Ásgeir |
161 |
181 |
163 |
189 |
204 |
210 |
1108 |
184,67 |
70.sæti |
Matthías |
185 |
176 |
246 |
223 |
200 |
199 |
1229 |
204,83 |
32.sæti |
Mikki |
184 |
214 |
193 |
234 |
233 |
220 |
1278 |
213,00 |
21.sæti |
Tristan |
187 |
173 |
221 |
156 |
213 |
171 |
1121 |
186,83 |
64.sæti |
Þá hafa allir strákarnir nema Mikael lokið leik á Evrópumóti unglinga 2023 og var þetta mjög fínn árangur hjá þeim öllum. Tveir nýliðar voru í hópnum, þeir Ásgeir og Tristan og fengu þeir góða reynslu frá þessu móti.
Strákar |
Einstaklingur |
Tvímenningur |
Liðakeppni |
Samtals |
Meðaltal |
Sæti |
Ásgeir Karl Gústafsson |
1108 |
1284 |
1332 |
3724 |
206,89 |
31.sæti |
Matthías Leó Sigurðsson |
1229 |
1045 |
1131 |
3405 |
189,17 |
60.sæti |
Mikael Aron Vilhelmsson |
1278 |
1219 |
1316 |
3813 |
211,83 |
23.sæti |
Tristan Máni Nínuson |
1121 |
1085 |
1137 |
3343 |
185,72 |
65.sæti |
Staðan í All-Event:
Stelpurnar hefja einstaklingskeppni á morgun, laugardag og er dagskráin svona:
Kl. 9:00 / 7:00 íslenskum tíma: Hafdís og Alexandra
Kl. 13:15 / 11:15 á íslenskum tíma: Olivia og Viktoría
ÁFRAM ÍSLAND!