Þá er liðakeppninni lokið á Evrópumóti unglinga í Vínarborg í Austurríki. Strákarnir byrjuðu að spila í gær, miðvikudag, kl. 9 að staðartíma eða 7 á íslenskum.
Ásgeir Karl, Matthías Leó, Mikael Aron og Tristan Máni spiluðu þrjá leiki og var spilamennskan mjög góð hjá þeim félögum.
Þeir voru í 8. sæti eftir daginn og aðeins 95 pinnum frá niðurskurði, sem var 4. sætið.
Í dag, fimmtudag, kl 13:15 á staðartíma eða 11:15 á íslenskum byrjuðu þeir svo að spila seinni þrjá leikina og voru þeir í virkilega góðu formi og náðu að koma sér upp í fjórða sætið þegar aðeins einn leikur var eftir. Þá duttu þeir aðeins úr formi á meðan hin löndin spiluðu góða leiki og strákarnir enduðu í 6. Sæti. Þetta er talinn vera besti árangur strákaliðs Íslands á Evrópumóti unglinga.
Liðakeppni |
Leikur 1 |
Leikur 2 |
Leikur 3 |
Leikur 4 |
Leikur 5 |
Leikur 6 |
Samtals |
Meðaltal |
|
|
Ásgeir |
221 |
241 |
217 |
233 |
239 |
181 |
1332 |
222,00 |
|
|
Matthías |
174 |
179 |
178 |
220 |
210 |
170 |
1131 |
188,50 |
|
|
Mikki |
185 |
200 |
269 |
235 |
211 |
202 |
1302 |
217,00 |
|
|
Tristan |
185 |
214 |
197 |
168 |
236 |
151 |
1151 |
191,83 |
|
|
|
|
765 |
834 |
861 |
856 |
896 |
704 |
4916 |
204,83 |
6.sæti |
Stelpurnar spiluðu kl 13:15 á staðartíma eða 11:15 á íslenskum í gær þrjá leiki, eins og strákarnir og var spilamennskan góð hjá þeim Alexöndru, Hafdísi Evu, Oliviu Lindén og Viktoríu Hrund. Þær voru í 12. sæti eftir daginn og þær vildu klárlega komast á meðal efstu 10. Í morgun, kl 9 að staðartíma eða 7 á íslenskum spiluðu þær svo seinni þrjá leikina og spiluðu mun betur en daginn áður og náðu að lyfta sér upp í 9. sætið. Þetta er einnig talinn vera besti árangur stelpuliðs Íslands á Evrópumóti unglinga.
Liðakeppni |
Leikur 1 |
Leikur 2 |
Leikur 3 |
Leikur 4 |
Leikur 5 |
Leikur 6 |
Samtals |
Meðaltal |
|
|
Alexandra |
156 |
190 |
200 |
201 |
193 |
143 |
1083 |
180,50 |
|
|
Hafdís |
201 |
206 |
155 |
202 |
226 |
181 |
1171 |
195,17 |
|
|
Olivia |
140 |
158 |
157 |
169 |
158 |
154 |
936 |
156,00 |
|
|
Viktoría |
113 |
135 |
186 |
160 |
180 |
148 |
922 |
153,67 |
|
|
|
|
610 |
689 |
698 |
732 |
757 |
626 |
4112 |
171,33 |
9.sæti |
Þá er einungis einstaklingskeppnin eftir áður en masters fer fram.
Strákarnir spila á morgun og stelpurnar á laugardag.
Staðan fyrir masters er að Ásgeir Karl, Hafdís Eva og Mikael Aron eru öll meðal 24 efstu og eiga því séns á að koma sér áfram þar með góðri spilamennsku í einstaklingskeppninni.
Dagskrá föstudagsins 7. apríl á EYC 2023:
Einstaklingskeppni, strákar
Kl. 9 á staðartíma, 7 á íslenskum: Matthías og Tristan
Kl 13:15, 11:15 á íslenskum: Ásgeir og Mikael