Íslandsmót Öldunga 2023

Facebook
Twitter

Íslandsmót öldunga (50 ára og eldri) fer fram 4 – 6 mars 2023

Til að hafa þátttökurétt í Íslandsmóti öldunga þarf þátttakandi að ná 50 ára aldri á því almanaksári sem mótið er haldið.

4 & 5 mars Forkeppni (6 leikir hvern dag)

7 mars undanúrslit og úrslit

Olíuburður:  2018 USBC SENIOR QUEENS

Skráning fer fram hér lokað verður fyrir skráningu 2.mars kl 18:00

Reglugerð um mótið er hægt að nálgast hér

Forkeppni:

Spilað laugardag og sunnudag kl 09:00

Allir keppendur leika 12 leiki,

6 leiki í senn, bæði kyn spila í blönduðum hóp ef þátttaka leyfir.

Skorið úr forkeppninni fylgir í undanúrslit og keppa 6 efstu karlar og 6 efstu konur.

Lámark þarf að vera 8 í hvorum flokk til að ekki sé spilað blönduðum flokk

Undanúrslit

Spilað mánudag kl 19:00

Allir keppa við alla, einfalda umferð.

Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:

Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig

fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig

Að loknum þessum leikjum fara 3 efstu keppendurnir í úrslit.

 

Úrslit

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna sem leika allir einn leik á sitthvoru settinu.
Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið. Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari Öldunga.
Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

 

 

Ef ekki er næg þátttaka í flokki getur Mótanefnd fellt flokkinn niður.

Miðað er við lámark 9 í flokk til að hann sé ekki feldur niður, ef ekki næst lámark í annanhvorn flokkin að þá er spilað í blönduðum flokk

Nýjustu fréttirnar