Sú nýjung verður með streymi frá Reykjavíkurleikunum í ár að allt streymi frá öllum mótshlutum fer í gegn um streymisþjónustu Stay Live. Keilan er þar engin undantekning og er stefnt að því að streyma frá öllum riðlum og úrslitakeppninni á næstu dögum. Aðgangur að streyminu er FRÍR og má þar inni sjá og fylgjast með streymi frá öllum mótshlutum Reykjavíkurleikanna en alls er keppt í á þriðja tug íþróttagreina á leikunum í ár.
Dagskrá keilunnar á Reykjavíkurleikunum verður þessi
- Laugardagurinn 28. janúar frá 09:00 til 12:00 – Riðill 1
- Sunnudagurinn 29. janúar frá kl. 09:00 til 12:00 – Riðill 2
- Mánudagurinn 30. janúar frá kl. 15:00 til 18:00 – Riðill 3
- Mánudagurinn 30. janúar frá kl. 19:00 til 22:00 – Riðill 4
- Þriðjudagurinn 31. janúar frá kl. 15:00 til 18:00 – Riðill 5
- Þriðjudagurinn 31. janúar frá kl. 19:00 til 22:00 – Riðill 6
- Miðvikudagurinn 1. febrúar frá kl. 14:00 til 17:00 – Riðill 7
- Miðvikudagurinn 1. febrúar frá kl. 18:00 til 21:00 – Riðill 8
- Miðvikudagurinn 1. febrúar frá kl. 21:30 til 22:30 – Final Step 1
- Fimmtudagurinn 2. febrúar frá kl. 14:30 til 15:30 – Final Step 2
- Fimmtudagurinn 2. febrúar frá kl. 16:30 til 17:30 – Final Step 3
- Fimmtudagurinn 2. febrúar frá kl. 17:30 til 18:30 – Final Step 4
- Fimmtudagurinn 2. febrúar frá kl. 19:30 til 21:00 – Final Step 5 – Úrslit
Úrslitum Reykjavíkurleikanna í keilu verður auk þess sjónvarpað beint á Stöð2 Sport á fimmtudaginn.
Fjölmargir erlendir keppendur eru á leið til landsins til að taka þátt í mótinu í ár. Skráning í riðla stendur yfir og má skrá sig á vefsíðu mótsins www.rigbowling.is