Andlátsfregn – Kristrún Pétursdóttir

Facebook
Twitter

 

 

Þær leiðu fréttir bárust að Kristrún Pétursdóttir keiludeild Þórs hafi fallið frá 5.janúar síðastliðinn

Á miðju síðasta ári greindist Kristrún með krabbamein og á haustdögum fór hún ásamt Höskuldi til Svíþjóðar í beinmergskipti. Allt gekk vel þar til að Kristrún fékk vírus milli jóla og nýárs sem gjörbreytti öllu og Kristrún lést þann 5. janúar.
Margra mánaða vera á sjúkrahúsi erlendis er kostnaðarsöm og enn meiri kostnaður bætist við í þessum aðstæðum þegar flytja þarf Kristrúnu heim og halda útför.

Kristrún og Höskuldur hafa bæði stundað keilu hjá Þór á Akureyri.
Eftir að aðstaðan hjá Þór var lögð niður á Akureyri að þá var það ekki til þess að stoppa þau í sinni íþrótt. 
Heimavöllur þeirra var færður á Akranes og voru þau ötul í að koma suður til að stunda sitt áhugamáli.

Nína hjá Keilufélagi Akraness setti sig í samband við Höskuld því hún vildi styðja við bakið á fjölskyldunni með því að leggja inn hjá þeim sem samsvarar ferðakostnaði norður sökum þess að hún kæmist ekki til að vera við útförina.

Í samráði við Höskuldi og fjölskyldu hans í minningu Kristrúnar hefur verið sett upp söfnun til að standa straum af þeim kostnaði sem að fellur til við eins erfiðar aðstæður og þessar.
Þeir sem að vilja taka þátt í þessu framtaki og styðja við bakið geta lagt inn á reikning:
1187-26-002289,
kt. 210960-2289.
Eins og við vitum þá gerir margt smátt eitt stórt 

Keilusambandið sendir ættingjum Kristrúnar, liðsfélögum hennar og öllum vinum sínar dýpstu samúðarkveðjur.

Útför fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23.janúar kl 13:00

 

Kristrún Helga Pétursdóttir
f. 18.07.1963 d.05.01.2023

 

 

Nýjustu fréttirnar