RIG Bowling 2023 – Skráning opin – Margir erlendir keppendur á leiðinni

Facebook
Twitter

Keilusamband Íslands heldur keilumót á Reykjavik International Games 2023. Er þetta í 15. sinn sem keilan er á RIG af þeim 16 skiptum sem þessir leikar hafa farið fram í höfuðborginni. Skráning í riðla er nú opin og má skrá sig hér í alla riðla en sérstök skráning í Early Bird riðilinn fer fram hér í gegn um Sportabler þar sem greiða þarf mótsgjaldið með kortafærslu við skráningu. Athugði að hámark komast 44 keilarar að í hverjum riðli. Athugði að fyrirvarar eru á hvort riðlar séu haldnir ef næg þátttaka fæst ekki. Hægt verður að skrá sig á biðlista í gegn um Sportabler fyllist riðillinn.

Sterkir erlendi keppendur sem aldrei fyrr

Á mótið í ár koma nokkrir sterkir erlendir keppendur auk annarra sem koma til lands á eigin vegum. Það sýnir hversu þekkt mót þetta er orðið í Evrópu en þar má m.a. þakka kynningu PWBA kvenna sem komið hafa undanfarin ár.

 

Verity Crawley frá Englandi       

Veriy er að koma hingað í annað skiptið. Hún er keppandi á bandarísku atvinnumótaröð kvenna PWBA og ein allra besta enska keilukonan í dag enda fastagestur í landsliði þeirra.
 

Jesper Agerbo frá Danmörku   

Jesper ætti ekki að þurfa að kynna fyrir íslenskum keilurum. Hann hefur oft komið hér á RIG og vann leikana 2018. Jesper er landsliðsmaður Dana og hefur m.a. unnið einstaklingskeppni á bæði Evrópu- og Heimsmeistaramótum. Með honum koma nokkrir keilarar frá Danaveldi.

 

Mattis Möller frá Svíþjóð         

Von er á að komandi landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands mæti enn og aftur til okkar og verði með okkur á RIG. Hver man ekki eftir 7 – 10 glennunni sem Möller þrumaði niður 2019?

 

Auk þessara keilara hafa nokkrir erlendir aðilar boðað komu sína og má búast við að mótið í ár verði það fjölmennasta af erlendum keppendum til þessa.

Um mótið

Streymt verður frá riðlum og úrslitadegi á Fésbókarsíðu RIG Bowling

Upplýsingar um fleiri erlenda keppndur koma síðar.

Nýjustu fréttirnar