Stjórn KLÍ hefur samþykkt breytingu á reglugerðum um Íslandsmót unglingaliða og Íslandsmóti í tvímenningi.
Helstu breytingar á Íslandsmóti unglingaliða eru þær að nú verður leikið með forgjöf og verður hæsta forgjöf 80 pinnar.
Helstu breytingar varðandi reglugerðina um Íslandsmót í tvímenningi er sú að nú er búið að fella niður bónus stig sem áunnust fyrir leiki yfir 200 og 400 í Round robin hluta keppninnar.