Í morgun fór fram Reykjavíkurmót einstaklinga 2022
Alls tóku 16 karlar og 7 konur þátt í mótinu í ár. Forkeppnin var leikin að vanda þannig að allir leikmenn léku 6 leiki. Þrír efstu karlar og þrjár efstu konurnar fóru að forkeppni lokinni í úrslit þar sem leikinn var einn leikur og datt sá leikmaður út sem hafði lægsta skorið. Því næst léku þeir tveir leikmenn sem eftir stóðu um titilinn Reykjavíkurmeistari einstaklinga 2022.
Í kvennaflokki var Elva Rós í 1. sæti eftir forkeppnina, Helga Sigurðardóttir KFR var í 2. sæti og Bára Ágústsdóttir ÍR varð í því 3. Helga féll út eftir fyrri leikinn og áttust því Elva og Bára við um titilinn í ár. Er þetta í 1. sinn sem Elva Rós sigrar mótið.
Í karlaflokki var Hafþór í 1. sætinu eftir forkeppnina, Ísak Birkir Sævarsson ÍA var í því öðru og Gústaf Smári Björnsson KFR varð í því þriðja. Gústaf féll út í fyrri leik úrslitanna og áttust því Hafþór og Ísak við og varð úrslitaleikurinn gríðarlega spennandi. Haþór opnaði 10. rammann og endaði með 214 en Ísak þurfti 2 fellur og þriðja kastið til að sigra. Fékk Ísak 1 fellu en svo 9 í kasti 2. Fimmti Reykjavíkurmeistaratitill Hafþórs því staðreynd.
Úrslitakeppnin fór svona fram:
Lokastaða kvenna eftir forkeppnina
Lokastaða karla eftir forkeppnina
Myndir
Elva Rós Hannesdóttir og Hafþór Harðarson
Frá vinstri: Bára Ágústsdóttir ÍR, Elva Rós Hannesdóttir ÍR og Helga Sigurðardóttir KFR
Frá vinstri: Ísak Birkir Sævarsson ÍA, Hafþór Harðarson ÍR og Gústaf Smári Björnsson KFR