Lið ÍR-S í 1. deild karla hefur dregið sig úr keppni fyrir tímabilið 2022 – 2023, því þarf að fara fram umspil sem hefur keðjuverkandi áhrif niður deildirnar. Þau lið sem umspilið á við eru Þór og ÍR-Land um sæti í 1. deild og síðan ÍR-Blikk og ÍR-Keila.is um sæti í 2. deild. Þór hefur afþakkað að leika í umspilinu og tekur því ÍR-Land sæti ÍR-S í 1. deild karla. Leikir ÍR-Blikk og ÍR-Keila.is fara fram í Egilshöll dagana 19. og 20. september kl. 19:00. Þetta mun hafa nokkur áhrif á dagskrá og sérstaklega í 3. deild þar sem þar er dottin inn yfirseta. Áætlað er að leiðrétt dagskrá verði birt þann 22. ágúst.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu