Lið ÍR-S í 1. deild karla hefur dregið sig úr keppni fyrir tímabilið 2022 – 2023, því þarf að fara fram umspil sem hefur keðjuverkandi áhrif niður deildirnar. Þau lið sem umspilið á við eru Þór og ÍR-Land um sæti í 1. deild og síðan ÍR-Blikk og ÍR-Keila.is um sæti í 2. deild. Þór hefur afþakkað að leika í umspilinu og tekur því ÍR-Land sæti ÍR-S í 1. deild karla. Leikir ÍR-Blikk og ÍR-Keila.is fara fram í Egilshöll dagana 19. og 20. september kl. 19:00. Þetta mun hafa nokkur áhrif á dagskrá og sérstaklega í 3. deild þar sem þar er dottin inn yfirseta. Áætlað er að leiðrétt dagskrá verði birt þann 22. ágúst.

Árshátíð KLÍ 2025
Árshátíð KLÍ verður haldinn laugardaginn 26.apríl í Hlégarði mosfellsbæ. A-lið