Reykjavíkurmótin í keilu 2022

Facebook
Twitter

Helgina 17. og 18. september fara fram Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu 2022

Laugardaginn 17. september

Reykjavíkurmót einstaklinga 2022 með forgjöf

Skráning fer fram hér: Sportabler – Vinsamlega gætið að því að velja rétta skráningu móts. Skráningu lýkur föstudaginn 16. september kl. 16:00.

Fyrirkomulag: Leikin verður 6 leikja sería, karlaflokkur sér og kvennaflokkur sér. Forgjöf miðast við 80% mismun á meðaltali leikmans og meðaltali hæðsta leikmanns í mótinu, hámarksforgjöf eru 64 pinnar, hámarksleikur er 300 pinnar með forgjöf.

Að lokinni seríunni fara 3 efstu keilararnir úr hvorum flokki í úrslit þar sem allir 3 leika einn leik. Sá sem lægsta skorið hefur að þeim leik loknum endar í 3. sæti mótsins, hinir tveir leika einn leik til viðbótar um titilinn Reykjavíkurmeistari einstaklinga 2022 með forgjöf.

Leiktímar:  Mótið hefst stundvíslega kl. 09:00 laugardaginn 17. september 2022 – Úrslit strax að lokinni forkeppni – Olíuborið á milli.

——————————————————————————————————————-

Sunnudaginn 18. september

Reykjavíkurmót einstaklinga 2022

Skráning fer fram hér: Sportabler – Vinsamlega gætið að því að velja rétta skráningu móts. Skráningu lýkur föstudaginn 16. september kl. 16.00.

Fyrirkomulag: Leikin verður 6 leikja sería, karlaflokkur sér og kvennaflokkur sér.

Að lokinni seríunni fara 3 efstu keilararnir úr hvorum flokki í úrslit þar sem allir 3 leika einn leik. Sá sem lægsta skorið hefur að þeim leik loknum endar í 3. sæti mótsins, hinir tveir leika einn leik til viðbótar um titilinn Reykjavíkurmeistari einstaklinga 2022.

Leiktímar:  Mótið hefst stundvíslega kl. 09:00 sunnudaginn 18. september 2022 – Úrslit strax að lokinni forkeppni – Olíuborið á milli.

——————————————————————————————————————-

Olíuburður Reykjavíkurmóta einstaklinga 2022

Olíuburður í mótinu verður 42 feta medium burðurinn sem verður á í deildinni leiktímabilið 2022 til 2023 (uppfært).

——————————————————————————————————————-

Almennar mótsreglur

Almennar mótsreglur gilda. Skipt er um brautarpar eftir hvern leik í forkeppni, hægri braut upp, vinstri braut niður.

Upphitun eru 10 mín fyrir forkeppni og úrslit.

Jafntefli

Séu tveir eða fleiri leikmenn jafnir að lokinni forkeppni ræður síðasti leikur úrslitum um sætaröð, hærri leikur gefur hærra sæti.

Séu tveir leikmenn jafnir í úrlitum skal spila Roll-Off til að ákveða sætaröð.

——————————————————————————————————————-

Nýjustu fréttirnar