Frá Evrópumóti ungmenna 2022 – tvíenningur búinn hjá strákunum

Facebook
Twitter

Þá er tvíenningur búinn hjá strákunum okkar á Evrópumóti Ungmenna í Wittelsheim, Frakklandi. Aron Hafþórsson og Hinrik Óli Gunnarsson byrjuðu í fyrra holli og gekk þeim brösulega.
Þeir byrjuðu mjög svipaðir í fyrsta leik en þá áttu þeir 156 og 157 leik (mjög jafnt).
Aron hrökk svo í gang með 2 góðum leikjum, 181 og 199 en Hinrik enn í smá basli með 151 og 179.
Aron dettur svo aftur niður með 160, 156 og 144. Hinrik hinsvegar komst aðeins út úr klípuni með 182 eftir 147 leik en hann endar á 158.
Erfiður dagur fyrir okkar menn. Ísak Birkir Sævarsson og Mikael Aron Vilhelmsson stigu svo á brautirnar eftir hádegi og byrjuðu þokkalega vel en Ísak spilaði 225 og Mikael 190.
Það varð smá óhapp samt í miðjum fyrsta leik þegar vatn skvettist út um leikmannasvæðið okkar manna. Mikael hélt sama dampi í leik 2 með 214 en Ísak var ekki að finna leyfakúluna sína á þeim brautum en hann spilaði 135. Svo kom Ísak sterkur til baka og spilaði 212, 188 og 172 á meðan Mikael spilaði 221 og dettur svo niður í 159 og 150. Ísak klárar vel með 195 en Mikael með 156. Flottur dagur hjá þeim tveim. Lið Svía, Finna, Ítala og Dana komust svo áfram í undanúrslit í tvímenning sem spilaður var strax eftir hollin tvö. Þar tóku Ítalir Dani og Svíar unnu Finna en Robin Ilhammar felldi 12 sinnum í einum leik á meðan Carl Eklund spilaði 246(nýtt evrópumet). Það kom þeim samt ekki til hjálpar þegar þeir bakkabræður mættu Ítölum í úrslitum. Þar spilaði Mario Del Gaudio 279 leik á meðan Giorgio Gragnaniello náði bara 193. Það var samt nóg til að sigra Svíana en þeir spiluðu bara 412 samanlagt. Gull á Ítalíu.
Næst hjá strákunum er að horfa á stelpurnar okkar, þær Hafdísi Evu Laufdal Pétursdóttur og Særósu Erlu Jóhönnudóttur en þær hefja leik á morgun, mánudag kl. 9:00 að frönskum tíma eða 7:00 íslenskum tíma. Liðakeppni strákanna hefst svo á þriðjudag Áfram Ísland!

Hægt er að fylgjast með https://www.youtube.com/channel/UCmofM1zqpjI-Lu0W4yxyuLA

Aðrar upplýsingar um mótið er að finna https://bowlingresults.info/eyc/2022/

og á heimasíðu mótsins https://eyc2022.etbfchampionships.eu 

Nýjustu fréttirnar