Í gær lauk liðakeppni á Evrópumóti kvenna í Álaborg en það voru Hollendingar sem enduðu efstar í forkeppninni, Svíþjóð í öðru sæti, Danmörk í þriðja sæti og Þjóðverjar í fjórða sæti. Í undanúrslitum léku því Holland gegn Þýskalandi og Svíþjóð gegn Danmörku. Þýskaland og Svíþjóð unnu sína undanúrslitaleiki. Þýskaland vann svo úrslitaleikinn gegn Svíþjóð.
Alls voru 14 þjóðir í liðakeppninni og endaði Ísland í 14 sæti.
Veitt eru verðlaun úr sameiginlegu skori yfir allt mótið og það var hún Peppi Konsteri frá Finlandi sem stóð upp sem sigurvegari með 5013 stig eða 208,9 stig að meðaltali, í öðrusæti var Anna Anderson frá Svíðjóð með 4978 stig eða 207,4 stig að meðaltali og í því þriðja var Jenny Wegner einnig frá svíþjóð með 4971 stig eða 207.1 stig að meðaltali.
Alls voru 102 keppendur á mótinu og enduðu stelpurnar okkar í eftirfarandi sætum:
80 Helga Ósk Freysdottir
82 Katrín Fjóla Bragadóttir
85 Marika Katarina Lönnroth
94 Margrét Björg Jónsdóttir
97 Linda Hrönn Magnusdóttir
100 Málfríður Jóna Freysdóttir
Í dag hófst svo masters keppnin þar sem efstu 24 keppendur á mótinu spila í útslattarkeppni þar sem vinna þarf 2 leiki til að komast áfram í næstu umferð. Eftir frábæra spilamensku í dag mættust þær Josefin Hermansson frá Svíþjóð og Jenny Wegner einnig frá Svíþjóð í úrslitaleiknum þar sem Josefin stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Jenny í tveimur leikjum.