Í gær lauk þrímenningskeppni á Evrópumóti kvenna í Álaborg en það voru Anna Anderson, Cajsa Wegner og Jenny Wegner frá Svíþjóð sem enduðu efstar í forkeppninni, Cecilie Jeanette, Mika Glud Guldbæk og Mai Ginge Jensen frá Danmörku í öðru sæti, Ani Juntunen, Marjaana Hytönen og Peppi Konsteri frá Finlandi í þriðja sæti og Sandra Andersson, Josefin Hermansson og Victoria Johansson frá Svíþjóð í fjórða sæti. Í undanúrslitum léku því Svíþjóð gegn Svíþjóð og Danmörk gegn Finlandi. Anna, Cajsa og Jenny unnu undanúrslitaleikinn gegn samlöndum sínum og mæta í úrslitum Cecilie, Mika og Mai þar sem þær unnu sína viðureign gegn Finlandi. Svíþjóð unni svo samfærandi sigur á Danmörku í úrislitaleiknum.
Alls tóku þátt 32 þrímenningar en Katrín Fjóla Bragadóttir, Marika Lönnroth og Helga Ósk Freysdóttir spiluðu hæst af íslensku stelpunum og enduðu þær í 27. sæti. Margrét Björg Jónsdóttir,Málfríður Jóna Freysdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir í 32. sæti.
Í dag hefst svo liðakeppnin sem stendur yfir í 2 daga og munu stelpurnar spila á eftirfarandi staðartímum:
Fimmtudagur kl. 10:00
Föstudagur kl. 9:00
Undanúrslit í liðakeppni eru á föstudaginn kl. 14:15 og úrslit kl. 16:00
Úrslit í liðakeppni verða uppfærð jafn óðum og hægt er að fylgjast með þeim með að smella hér.
Einnig er hægt að fylgjast með skori í rauntíma með að smella hér.
Hægt er að fylgjast með streymi frá mótinu með því að smella hér.