Kvennalandslið Íslands í keilu mætti til Álaborgar í Danmörku í gær til að keppa á Evrópumóti kvenna dagana 10.-21. ágúst 2022.
Í dag var tekin óformleg æfing í salnum sem gekk mjög vel og stelpurnar eru í toppstandi, á morgun kl. 13:00 að staðartíma verður svo formleg æfing áður en keppni hefst á föstudag. Stelpurnar byrja æfinguna á brautum 13-16 og er skipt um brautir á 15 mínútna fresti þar til æfingunni lýkur kl. 14:30.
Mótið hefst svo formlega á föstudaginn en dagana 12-13. ágúst verður keppt í einstaklingskeppni, dagana 14-15. ágúst verður keppt í tvímenningi, dagana 16-17. ágúst verður keppt í þremenningi og dagana 18-19. ágúst í liðakeppni með 5 leikmönnum. Í hverri grein eru leiknir 6 leikir og komast efstu 4 í undanúrslit þar sem 1. sætið úr forkeppni keppir við 4. sætið og 2. sætið við 3. sætið. Að lokum leika sigurvegarar þeirra til úrslita. Einnig er keppt í masters einstaklingskeppni þar sem samanlagt skor úr öllum 4 keppnum telur og eru það 24 efstu sem þar leika í útsláttarkeppni.
Fyrir hönd Íslands keppa þær:
- Helga Ósk Freysdóttir
- Katrín Fjóla Bragadóttir
- Linda Hrönn Magnúsdóttir
- Margrét Björg Jónsdóttir
- Marika Lönnroth
- Málfríður Jóna Freysdóttir
Þjálfari liðsins er Skúli Freyr Sigurðsson og aðstoðarþjálfari Guðjón Júlíusson.
Búast má við góðum fréttaflutningi frá mótinu hér á vefsíðu Keilusambandsins og hægt verður að fylgjast með úrslitum á heimasíðu mótsins: https://ewc2022.etbfchampionships.eu/
Bein útsending verður frá öllum viðburðum mótsins sem hægt er að tengjast með að smella hér.