Í gær luku strákarnir okkar keppni í tvímenningi (doubles).
Í tvímenningi á heimsmeistaramótum eru spilaðir 10 leikir þar sem leikmenn kasta annan hvern ramma, svokallað baker format.
Um morguninn spiluðu Mikael og Hinrik og voru þeir að finna sig vel á brautunum framan af en í leik 7 fór að halla undan fæti og náðu þeir sér ekki almennilega í gang eftir þann leik.
Þeir kláruðu 10 leikja seríu með 1941 pinna og enduðu í 53. sæti.
Seinnipartinn mættu Ísak og Jóhann á brautirnar og spiluðu þeir frábærlega með aðeins 2 leiki undir 200 pinnum.
Þeir félagar af skaganum sýndu flotta spilamennsku og hvöttu hvorn annan áfram sem skilaði þeim seríu upp á 2058 pinna og enduðu í 38.sæti
Keppnisfyrirkomulagið er eftir sama sniði (Baker) og tvímenningurinn nema núna spila allir fjórir saman.
Á morgun hefst liðakeppnin hjá stelpunum.
Stöðuna í mótinu er að finna hér
Hægt að fylgjast með lifandi skori á meðan keppni stendur hér
Hægt er að horfa á keppendur á meðan keppni stendur hér