Heimsmeistaramót U21 dagur 4

Facebook
Twitter

Þá hafa stelpurnar okkar lokið keppni í tvímenningi (doubles).
Í tvímenningi á heimsmeistaramótum eru spilaðir 10 leikir þar sem leikmenn kasta annan hvern ramma, svokallað baker format. 
Í morgun spiluðu þær Hafdís og Elva og voru þær smástund að finna taktinn en þegar líða tók á seríuna voru þær farnar að sýna sitt rétta andlit. Þær kláruðu 10 leikja seríu með 1703 pinna og enduðu í 39. sæti.
Seinnipartinn mættu Málfríður og Alexandra á brautirnar.
Þær byrjuðu af krafti og tengdu 3 fellur saman. Þær spiluðu síðan nokkuð jafnt þessa 10 leiki og enduðu með 1650 pinna.

Leikur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Samtals
Hafdís / Elva 163 169 150 157 138 175 189 199 206 157 1703
Málfríður / Alexandra 170 140 166 169 198 167 123 184 177 156 1650

Í dag var sólin hátt á lofti sem fylgdi mikill hiti og raki sem gerir keilurum erfiðara fyrir að lesa aðstæður á brautunum. 
Flottur dagur hjá stelpunum okkar sem við getum verið stolt af þó hlutirnir hafi ekki alveg fallið með þeim í dag.
 
Á morgun spila strákarnir eftir sama keppnisfyrirkomulagi.
07:30 (íslenskum tíma) Mikael og Hinrik
16:30 (íslenskum tíma) Jóhann og Ísak
 

Nýjustu fréttirnar