Þá hafa strákarnir lokið einstaklingskeppninni (singles).
Í gær spiluðu Mikael og Hinrik, óhætt er að segja að þetta hafi farið í sitthvora áttina hjá strákunum,
Hinrik byrjaði vel en halla fór undan fæti þegar líða tók á. Hinrik spilaði 957 og endaði í 129. sæti.
Mikael var lengur að hrista af sér byrjunar stressið en endaði virkilega vel. Mikael spilaði 1174 og endaði í 99.sæti.
Í dag spiluðu Ísak og Jóhann og skiluðu strákarnir mjög góðu dagsverki.
Ísak byrjaði á flottum 255 leik og endaði með að spila 1274 sem skilaði honum í 62. sæti, tæpum 90 pinnum frá niðurskurði. Frábær árangur hjá Ísaki á sínu fyrsta móti utan landsteinana.
Jóhann átti einnig flottan dag og endaði með 1223 og endaði hann í 83.sæti.
Jóhann átti einnig flottan dag og endaði með 1223 og endaði hann í 83.sæti.
Efstu 16 komust áfram og spilaði Svíinn Carl Eklund best í dag eða 1554 sem er meðaltal upp á 259 í leik.
Næst á dagskrá er tvímenningur.
Stelpurnar okkar spila á morgun klukkan 7:30 (Hafdís / Elva) og 13:30 (Alexandra / Málfríður).
Strákarnir spila svo á laugardag (Hinrik / Mikael) (Jóhann / Ísak).
Stelpurnar okkar spila á morgun klukkan 7:30 (Hafdís / Elva) og 13:30 (Alexandra / Málfríður).
Strákarnir spila svo á laugardag (Hinrik / Mikael) (Jóhann / Ísak).
Stöðuna í mótinu er að finna hér
Hægt að fylgjast með lifandi skori á meðan keppni stendur hér
Hægt er að horfa á keppendur á meðan keppni stendur hér