Dagur 1 – Einstaklingskeppni stúlkna
Heimsmeistaramót U21 hófst formlega í dag.
Leikarnir hófust með einstaklingskeppni stúlkna en þær Hafdís og Alexandra voru fyrst íslensku keppandanna til að hefja leik.
Hafdís byrjaði mótið frábærlega með 234 pinna í 1. leik en Alexandra byrjaði einnig vel, en hennar fyrsti leikur var 190 pinnar. Hafdís endaði 10 pinnum á leik yfir meðaltali sínu og Alexandra var 4 pinnum yfir sínu meðaltal.
Þá var komið að Elvu og Málfríði að hefja leik. Elva byrjaði sterkt með 190 pinna í fyrsta leik og endaði með 1124 pinna seríu sem var besti árangur íslensku keppandanna í dag og, 20 pinnum á leik yfir meðaltali í dag. Endaði Elva með árangri sínum í 29. sæti einstaklingskeppni stúlkna sem verður að teljast frábær árangur. Málfríður byrjaði rólega en sýndi mikinn karakter og sótti vel á og endaði nálægt sínu meðaltali með seríu upp á 960 pinna.
Við getum verið stolt af stelpunum okkar eftir fyrsta dag og vonandi halda þær kraftinum og
leikgleðinni áfram inn í mótið
Leikur 1 2 3 4 5 6 samtals
Hafdís 234, 157, 163, 226, 140, 136 1056
Alexandra 190, 163, 142, 175, 196, 144 1011
Málfríður 153, 119, 190, 153, 176, 169 960
Elva 190, 147, 174, 209, 201, 203 1124
Efst keppenda í dag var C. Pee frá Singapore með 1409 pinna eða 234,83 í meðaltal
En 16 efstu keppendurnir komast áfram úr undankeppninni og þurfti 1180 pinna til að komast áfram.
Stöðuna í mótinu er að finna hér
Hægt að fylgjast með lifandi skori á meðan keppni stendur hér
Hægt er að horfa á keppendur á meðan keppni stendur hér