Nú í dag lauk einstaklingskeppninni á Evrópumóti karlalandsliða 2022 í Helsinki Finnlandi en keppnin byrjaði í gær með fyrsta riðlinum af þrem. Í þeim riðli léku þeir Andri Freyr Jónasson KFR og Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR. Í fyrri riðlinum í dag var komið að þeim Arnari Davíð Jónssyni KFR /Höganas og Hafþóri Harðarsyni ÍR og að lokum voru það Guðlaugur Valgeirsson KFR / Höganasog Skúli Freyr Sigurðsson KFR sem léku sína 6 leiki.
Bestu seríu af okkar mönnum náði Arnar Davíð en hann lék leikina 6 á 1.223 samtals eða 205,2 að meðaltali. Það setur hann í 51. sæti af keppendunum 146 sem tóku þátt.
Árangur okkar manna varð annars þessi:
Sæti | Nafn | G1 | G2 | G3 | G4 | G5 | G6 | Total | AVG |
51 | Arnar Davíð Jónsson | 215 | 180 | 194 | 191 | 234 | 209 | 1.223 | 203,8 |
66 | Hafþór Harðarson | 219 | 155 | 159 | 191 | 231 | 238 | 1.193 | 198,8 |
96 | Skúli Freyr Sigurðsson | 170 | 172 | 191 | 216 | 203 | 184 | 1.136 | 189,3 |
97 | Guðlaugur Valgeirsson | 183 | 192 | 187 | 209 | 191 | 167 | 1.129 | 188,2 |
105 | Andri Freyr Jónsson | 193 | 137 | 205 | 197 | 185 | 195 | 1.112 | 185,3 |
111 | Gunnar Þór Ásgeirsson | 181 | 195 | 182 | 175 | 190 | 179 | 1.102 | 183,7 |
Á morgun heldur keppnin síðan áfram en þá verður leikið í tvímenningi. Tvímenningar okkar verða skipaðir þannig:
- Andri Freyr og Guðlaugur
- Gunnar Þór og Skúli Freyr
- Arnar Davíð og Hafþór
Allar upplýsingar um mótið; keppendur, skipulag, keppnisdagskrá, olíuburður o.fl. má nálgast á vefsíðu Evrópumótsins.