Björgvin Helgi Valdimarsson úr Þór með 300 leik í deildinni

Facebook
Twitter

Nú í morgun var leikur ÍR L gegn Þór í 2. deildinni á Íslandsmóti liða. Þar gerði Björgvin Helgi Valdimarsson úr Þór sér lítið fyrir og náði fullkomnum leik eða 300. Er hann sá fyrsti úr Þór, ef minni bregst ekki fréttaritara, sem nær fullkomnum leik en aðrir hafa þó daðrað við fullkomna leikinn.

Það verður líka að teljast magnaður árangur keilara frá Þór að ná þessum merka áfanga með fullkomnum leik en eins og fólk veit leggja Þórsarar á sig löng ferðalög til að spila á Íslandsmóti liða eftir að salnum var lokað á Akureyri. Með því takmarkast til muna tækifæri norðanmanna og kvenna að æfa sig í sportinu með von um árangur. Því er þetta magnað afrek Björgvins.

Enn sem fyrr skorar keilusamfélagið á aðalstjórn Þórs sem og Akureyrarbæ að leggja keiludeildinni lið með því að koma upp aðstöðu í heimabyggð svo deildin þeirra geti dafnað og fleiri Akureyringar lagt stund á þessa skemmtilegu íþótt sem keila er. Tækifærin eru þarna til staðar, það eina sem þarf að gera er að grýpa þau og gera sem mest úr stöðunni.

Á Fésbókarsíðu KLÍ má sjá stutt videó af því þegar Bjrögvin tók 12. og síðustu felluna í leiknum.

Nýjustu fréttirnar