Guðmundur Sigurðsson ÍA og Snæfríður Telma Jónsson ÍR eru Íslandsmeistarar öldunga 2022

Facebook
Twitter

Í gærkvöldi lauk keppni á Íslandmóti öldunga 2022. Voru það þau Guðmundur Sigurðsson frá ÍA og Snæfríður Telma Jónsson frá ÍR sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir úrslitakeppni 3 efstu. Er þetta í þriðja sinn sem Guðmundur landar þessum titli og jafnar þar með fjölda titlanna við Rögnu Matthíasdóttur sem vann þetta mót einnig þrisvar sinnum á sínum glæsta keiluferli. Snæfríður Telma er að vinna þetta mót í fyrsta sinn.

Í karlaflokki mættust í úrslitunum Þórarinn Már Þorbjörnsson úr ÍR sem leiddi mótið í gegn um forkeppnina og undanúrslit og Sveinn Þrastarson úr KFR. Fyrirkomulag úrslitanna er eins og í öðrum Íslandsmótum einstaklinga, efstu 3 leika einn leik og dettur sá með lægst skorið út og hinir tveir leika um titilinn. Sveinn varð í 3. sæti mótsins og þar af leiðandi Þórarinn í því öðru.

Hjá konum varð það Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR sem varð í 3. sæti en hún leiddi keppnina fram að úrslitum. Í öðru sæti varð Bára Ágústsdóttir úr ÍR.

Hér má sjá lokastöðu mótsins frá í gær sem og skor úr úrslitakeppninni.

Karlar

Sæti Nafn   Félag Forgjöf Flutt Skor Auka- pinnar Sam- tals Meðal- tal Mism. í 3. sæti
1 Þórarinn Már Þorbjörnsson 1 ÍR 0 2.206 925 60 3.191 184,18 117
2 Sveinn Þrastarson 2 KFR 0 2.198 906 60 3.164 182,59 90
3 Guðmundur Sigurðsson 3 KFA 0 2.171 863 40 3.074 178,47 0
4 Kristján Þórðarson 4 ÍR 0 2.121 881 40 3.042 176,59 -32
5 Magnús Reynisson 5 KR 0 2.057 819 0 2.876 169,18 -198
6 Matthías Helgi Júlíusson 6 KR 0 2.034 0 0 2.034   -1040

Konur

Sæti Nafn   Félag Forgjöf Flutt Skor Auka- pinnar Sam- tals Meðal- tal Mism. í 2. sæti
1 Linda Hrönn Magnúsdóttir 1 ÍR 0 2.076 882 60 3.018 174,00 30
2 Bára Ágústsdóttir 2 ÍR 0 2.047 852 60 2.959 170,53 -29
3 Snæfríður Telma Jónsson 3 ÍR 0 1.956 932 100 2.988 169,88 0
4 Anna Kristín Óladóttir 4 ÍR 0 1.932 736 20 2.688 156,94 -300
5 Sigríður Klemensdóttir 5 ÍR 0 1.863 713 40 2.616 151,53 -372
6 Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir 6 ÍR 0 1.837 626 20 2.483 144,88 -505

Úrslit karla

Úrslit   Leikur 1 Leikur 2 Samtals
Þórarinn Már Þorbjörnsson   215 176 391
Sveinn Þrastarson   156   156
Guðmundur Sigurðsson   203 206 409

Úrslit kvenna

Úrslit   Leikur 1 Leikur 2 Samtals
Linda Hrönn Magnúsdóttir   164   164
Bára Ágústsdóttir   169 150 319
Snæfríður Telma Jónsson   190 164 354

Snæfríður Telma og Guðmundur

Þórarinn Már, Guðmundur og Sveinn

Bára, Snæfríður Telma og Linda Hrönn

Nýjustu fréttirnar