Í gærkvöldi lauk keppni á Íslandmóti öldunga 2022. Voru það þau Guðmundur Sigurðsson frá ÍA og Snæfríður Telma Jónsson frá ÍR sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir úrslitakeppni 3 efstu. Er þetta í þriðja sinn sem Guðmundur landar þessum titli og jafnar þar með fjölda titlanna við Rögnu Matthíasdóttur sem vann þetta mót einnig þrisvar sinnum á sínum glæsta keiluferli. Snæfríður Telma er að vinna þetta mót í fyrsta sinn.
Í karlaflokki mættust í úrslitunum Þórarinn Már Þorbjörnsson úr ÍR sem leiddi mótið í gegn um forkeppnina og undanúrslit og Sveinn Þrastarson úr KFR. Fyrirkomulag úrslitanna er eins og í öðrum Íslandsmótum einstaklinga, efstu 3 leika einn leik og dettur sá með lægst skorið út og hinir tveir leika um titilinn. Sveinn varð í 3. sæti mótsins og þar af leiðandi Þórarinn í því öðru.
Hjá konum varð það Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR sem varð í 3. sæti en hún leiddi keppnina fram að úrslitum. Í öðru sæti varð Bára Ágústsdóttir úr ÍR.
Hér má sjá lokastöðu mótsins frá í gær sem og skor úr úrslitakeppninni.
Karlar
Sæti | Nafn | Félag | Forgjöf | Flutt | Skor | Auka- pinnar | Sam- tals | Meðal- tal | Mism. í 3. sæti | |
1 | Þórarinn Már Þorbjörnsson | 1 | ÍR | 0 | 2.206 | 925 | 60 | 3.191 | 184,18 | 117 |
2 | Sveinn Þrastarson | 2 | KFR | 0 | 2.198 | 906 | 60 | 3.164 | 182,59 | 90 |
3 | Guðmundur Sigurðsson | 3 | KFA | 0 | 2.171 | 863 | 40 | 3.074 | 178,47 | 0 |
4 | Kristján Þórðarson | 4 | ÍR | 0 | 2.121 | 881 | 40 | 3.042 | 176,59 | -32 |
5 | Magnús Reynisson | 5 | KR | 0 | 2.057 | 819 | 0 | 2.876 | 169,18 | -198 |
6 | Matthías Helgi Júlíusson | 6 | KR | 0 | 2.034 | 0 | 0 | 2.034 | -1040 |
Konur
Sæti | Nafn | Félag | Forgjöf | Flutt | Skor | Auka- pinnar | Sam- tals | Meðal- tal | Mism. í 2. sæti | |
1 | Linda Hrönn Magnúsdóttir | 1 | ÍR | 0 | 2.076 | 882 | 60 | 3.018 | 174,00 | 30 |
2 | Bára Ágústsdóttir | 2 | ÍR | 0 | 2.047 | 852 | 60 | 2.959 | 170,53 | -29 |
3 | Snæfríður Telma Jónsson | 3 | ÍR | 0 | 1.956 | 932 | 100 | 2.988 | 169,88 | 0 |
4 | Anna Kristín Óladóttir | 4 | ÍR | 0 | 1.932 | 736 | 20 | 2.688 | 156,94 | -300 |
5 | Sigríður Klemensdóttir | 5 | ÍR | 0 | 1.863 | 713 | 40 | 2.616 | 151,53 | -372 |
6 | Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir | 6 | ÍR | 0 | 1.837 | 626 | 20 | 2.483 | 144,88 | -505 |
Úrslit karla
Úrslit | Leikur 1 | Leikur 2 | Samtals | |
Þórarinn Már Þorbjörnsson | 215 | 176 | 391 | |
Sveinn Þrastarson | 156 | 156 | ||
Guðmundur Sigurðsson | 203 | 206 | 409 |
Úrslit kvenna
Úrslit | Leikur 1 | Leikur 2 | Samtals | |
Linda Hrönn Magnúsdóttir | 164 | 164 | ||
Bára Ágústsdóttir | 169 | 150 | 319 | |
Snæfríður Telma Jónsson | 190 | 164 | 354 |
Snæfríður Telma og Guðmundur
Þórarinn Már, Guðmundur og Sveinn
Bára, Snæfríður Telma og Linda Hrönn