IBF og EBF útiloka Rússa og Hvít-Rússa

Facebook
Twitter

Tilkynning barst nú rétt í þessu að Alþjóðasamtök og Evrópusamtök keilunnar International Bowling Federation og European Bowling Federation hafa tekið ákvörðun í samræmi við ákvörðun Alþjóða Ólympíunefndarinnar og bannað öllu íþróttafólki og stjórnendum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi þátttöku í öllum mótum á heimsvísu um ótiltekinn tíma.

Óþarfi er að rekja ástæður þessa banns, hana þekkja allir.

Eins og einhverjir þekkja situr Sergey Lisitsyn frá Rússlandi í stjón EBF og til stóð að hann yrði móttstjóri á bæði Evrópumóti karla og Evrópumóti ungmenna sem fram eiga að fara á næstunni. Hann óskaði eftir því við forseta EBF Addie Ophelders áður en bannið var sett á um að víkja frá þessum mótum í ljósi stöðunnar. Verður annar mótsstjóri settur á mótin í hans stað.

Fyrr í dag sendi ÍSÍ frétt um að ÍSÍ taki í öllu undir ályktun Alþjóða Ólympíunefndarinnar.

Rétt er að vekja athygli á að almennt séð er ekki verið að blanda saman íþróttum við pólitískar deilur. Staðan er þó þannig að bæðið ráðamenn þessara landa, Rússlands og Hvíta-Rússlands, hafa brotið samning sem gerður hefur verið milli þjóða og Alþjóða Ólympíunefndarinnar um frið í kring um Ólympíumót. Ekki er verið við íþróttafólk eða sjálfboðaliða íþrótta að sakast. Við bara getum ekki látið eins og ekkert sé að gerast.

Nýjustu fréttirnar